Miðflokkurinn hefur stofnað deild til að undirbúa framboð til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Útlit er fyrir mikla úrkomu á norðanverðum Austfjörðum frá því seint í kvöld og fram til sunnudags og tilheyrandi ófærð á fjallvegum. Starfsmenn Landsnets fylgjast með stöðunni en þeir hafa síðustu daga unnið að viðgerð á Fljótsdalslínu.
Útgáfa nýrrar bókar um laxveiðiárnar í Vopnafirði var kynnt í afmælisfagnaði Veiðiklúbbsins Strengs sem haldinn var í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Sóknarprestur Hofsprestakalls fékk fyrsta eintakið af bókinni.
Höttur verður í efsta sæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir að hafa unnið Breiðablik í Kópavogi í gærkvöldi í uppgjöri efstu liða deildarinnar. Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Höttur snéri taflinu við með afar öflugum varnarleik.
Miklar annir voru fyrri hluta vikunnar á austfirskum pósthúsum. Óveðrið í síðustu viku hafði mikil áhrif á póstdreifingu og nú vofir yfir ný lægð. Allir pakkar sem berast á pósthús í dag eiga þó að komast til skila fyrir jól.
Höfundur: Fulltrúar Fjarðalista, Framsóknar og Miðflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar • Skrifað: .
Þriðjudaginn 17. desember var samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar að selja Rafveitu Reyðarfjarðar. Salan er skiljanlega mjög umdeild. Rafveita Reyðarfjarðar á sér langa og merkilega sögu og var hún byggð upp af Reyðfirðingum af dugnaði, fórnfýsi og metnaði. Þetta var því alls ekki léttvæg ákvörðun.
Hitaveita Egilsstaða og Fella (HEF) fagnaði 40 ára afmæli sínu um síðustu helgi með að gefa íbúum á Fljótsdalshéraði trektir til að auðvelda þeim að safna lífrænni fitu og olíum sem til fellur á heimilum. Markmið söfnunarinnar er að draga úr álagi á fráveitukerfi og hreinsivirki.