Allar fréttir

Eitt skrefið í að fjarlægja vinnubúðirnar

Áhugasömum kaupendum gefst tækifæri á að skoða þær einingar sem standa eftir af vinnubúðunum sem reistar voru fyrir starfsmenn sem byggðu álverið á Reyðarfirði á sunnudag. Unnið er að því að fjarlægja búðirnar.

Lesa meira

Viðurkenning fyrir náttúruvernd á Víknaslóðum

Stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) veitti Ferðafélagi Fljótsdalshérað og Ferðamálahópi Borgarfjarðar nýverið umhverfisviðurkenningu samtakanna. Viðurkenningin er veitt fyrir að setja umhverfi og náttúru Víknaslóða í forgang með landvörslu og úttekt á svæðinu með verndarsjónarmið í huga.

Lesa meira

Helgin: „Tónlistarsagan í ME er mögnuð“

Haldið verður uppá 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum í kvöld með pompi og prakt. Elín Rán Björnsdóttir er formaður afmælisnefndar en hún segir að gera eigi menningarsögunni í skólanum hærra undir höfði í kvöld en gert hefur verið í tengslum við fyrri afmæli.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar