Daníel Geir Moritz hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði. Daníel Geir segist hlakka til vinnunnar sem framundan er við að undirbúa hátíð sumarsins.
„Áhorfendur mega búast við mikilli skemmtun og einnig því að átta sig betur á því um hvað við unglingarnir erum að hugsa,” segir Hildur Vaka Bjarnadóttir Klausen, formaður Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, en félagið frumsýnir söngleikinn Thriller í leikstjórn Ísgerðar Gunnarsdóttur í Valaskjálf á laugardagskvöldið.
Fjölbreyttari kröfur neytenda geta skapað tækifæri fyrir austfirska matvælaframleiðendur um leið og þær veita matvöruverslunum aðhald. Búast má við áframhaldandi kröfum um að neytendur viti hvaðan maturinn þeirra kemur.
„Tilgangur félagsins er að styðja við búsetu, mannlíf og þjónustu á staðnum,” segir Þórhalla Guðmundsdóttir, formaður Fjarbúafélags Borgarfjarðar eystra, sem stofnað var fyrir stuttu.
Starfsmenn embættis Sýslumannsins á Austurlandi hafa óskað liðsinnis sveitarstjórna á svæðinu til að þrýsta á að leysa úr fjárhagsvanda embættisins. Starfsmennirnir hafa tekið á sig lækkun á starfshlutfalli til að mæta hallarekstri.
Kirkjuþing samþykkti um liðna helgi að fimm austfirsk prestaköll verði sameinuð í eitt. Ekki er gert ráð fyrir að fjöldi presta sem þjóna svæðinu breytist.