Allar fréttir

„Mér var gefin þrautseigja í vöggugjöf“

„Það var í fyrsta skipti í haust sem mér hálf féllust hendur og ég áttaði mig á því að ég var farin að velta vöngum yfir því hvort við ættum að loka þessu,“ segir Una Sigurðardóttir, sem rekur Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði ásamt manni sínum, Vincent Wood og Rósu Valtingojer. Framtíð miðstöðvarinnar er nú í hættu fáist ekki fé til þess að ráðast í gagngerar endurbætur á húsnæðinu.

Lesa meira

Fréttaskýring: HB Grandi gaf og HB Grandi tók

Að morgni þriðjudags var boðað til starfsmannafundar hjá HB Granda á Vopnafirði. Tilefnið var að tilkynna um að til standi að hætta bolfiskvinnslu þar í núverandi mynd sem þýðir að 16-17 störf hjá félaginu leggjast af. Bolfiskvinnslunni var ætlað að minnka árstíðabundnar sveiflur í atvinnulífi staðarins.

Lesa meira

„Það er alveg yndislegt að fá gesti“

Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð, félagsmiðstöð eldri borgara á Djúpavogi. Kaffið er öllum opið og segir atvinnu- og menningarmálafulltrúi sveitarfélagsins kjörið að enda vinnudaginn á notalegri samveru sem brúar kynslóðabilið.

Lesa meira

Framlag til Austurlands lítilsvirðandi og ámælisvert

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) lýsir yfir mikilli óánægju með fjárveitingar til framkvæmda í landshlutanum í umsögn sinni um samgönguáætlun 2019-2033. Stjórnin vonar að hlutur fjórðungsins verði réttur og tekið tillit til forgangsröðunar sem ítrekað hefur verið samþykkt á vettvangi sambandsins.

Lesa meira

Rjúpnaskytta ökklabrotnaði á veiðum

Karlmaður er ökklabrotinn eftir að hafa runnið niður fjallshlíð við rjúpnaveiðar á föstudag. Lögreglan hefur haft eftirlit með skyttum sem verið hafa með allt sitt á hreinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar