Samkvæmt upplýsingum frá Píeta-samtökunum kom mikill kippur í áheitasöfnun vegna sjósunds Sigurgeirs Sveinbergssonar úr Reyðarfirði að Eskifirði í gær en sundið það reyndist töluvert erfiðara en hann sjálfur bjóst við.
Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best.
Sala á bæði stórum og litlum Neyðarköllum björgunarsveitanna hefur farið ágætlega af stað austanlands en tveir dagar eru síðan þessi mikilvæga fjáröflun allra björgunarsveita landsins hófst þetta árið.
Eitt af allra síðustu verkum Jódísar Skúladóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi Íslendinga í bili var að leggja fram frumvarp til laga um friðun Seyðisfjarðar fyrir sjókvíaeldi. Því frumvarpi var dreift á Alþingi fyrir helgi.
Karlmaður var í síðustu viku sekur fundinn fyrir héraðsdómstól Austurlands um gróft og alvarlegt kynferðisbrot gagnvart ungri konu í jólaboði fyrirtækis í desember á síðasta ári. Hlaut maðurinn tveggja ára fangelsi og skal greiða miskabætur.
Þriðja mánuðinn í röð reyndist meðalhitastig á Austurlandi töluvert lægra en verið hefur síðustu ár og áratugi. Október í kaldara lagi um land allt en óvenju hægviðrasamur á móti.
Sundgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson mun leggja í sjósund sitt til styrktar Píeta-samtökunum þennan morguninn en lagt verður í hann frá Gripöldu í Reyðarfirði og komið í land á Mjóeyrinni á Eskifirði.