Allar fréttir

Frávísun til skoðunar í heilbrigðisráðuneyti

,,Frávísun ríkissaksóknara er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og varla að vænta svara fyrr en eftir helgi. Á meðan er ekki að vænta neinna yfirlýsinga frá HSA,“ segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Sem kunnugt er hefur ríkissaksóknari hætt rannsókn á störfum yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar en yfirstjórn HSA leysti lækninn tímabundið frá störfum 12. febrúar.hbr_logo.jpg

Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Austurglugginn óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars og þakkar frábærar viðtökur blaðs og fréttavefs á Austurlandi. Þrátt fyrir þrengingar þjóðarbúsins má lengi vonast eftir betri tíð með blómum í haga!

sumar.jpg

Lyftum huganum hærra 25. apríl

Ragnhildur Arna Hjartardóttir skrifar:      Kjördæmapólitík þykir heldur neikvæð. Þó er kjördæmapólitík í grunninn aðeins sú pólitík að fólk í kjördæmunum veki athygli stjórnmálamanna á brýnustu verkefnum í sínu byggðarlagi. Enda er gert ráð fyrir að málin gangi þannig fyrir sig. Í Borgarahreyfingunni erum við samt sem áður sannfærð um að leggja verði nýjan grunn að íslensku samfélagi.

Lesa meira

Stærsta leiklistarhátíð Íslands

Þjóðleikur, stærsta leiklistarhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi, opnar á morgun á Egilsstöðum. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað komu sína og hyggst sækja leiksýningar morgundagsins. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra menntamála, verður jafnframt viðstödd hina formlega opnun á morgun og sækir sýningar.

 jleikurvefur.jpg

Lesa meira

Vikulegt flug frá Akureyri til Portúgal í sumar

Úrval-Útsýn býður nú, að eigin sögn fyrst ferðaskrifstofa, beint flug frá Akureyri til Faro í Portúgal vikulega í sumar.  Í tilkynningu segir að nú geti norðlenskar og austurlenskar fjölskyldur flogið beint í fríið á Algarve ströndina og í sólina.  Í samstarfi við portúgalska söluaðila bjóðast nú einnig ferðir frá Portúgal til Akureyrar og nágrennis.

hotelportugal.jpg1_vefur.jpg

Lesa meira

Stofnun hollvinasamtaka á sunnudag

Hollvinasamtök heilsugæslu Fjarðabyggðar verða stofnuð sunnudaginn 26. apríl næstkomandi í safnaðarheimilinu Reyðarfirði kl 17.00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.