Allar fréttir

Fullveldi eða nýlenda?

Þorkell Ásgeir Jóhannsson skrifar:   Það tók okkur aldir að verða sjálfstæð á nýjan leik. Síðan tók við áratuga löng barátta til að öðlast yfirráð yfir auðlindunum umhverfis landið, barátta sem kostaði bein átök við viss herveldi í Evrópu, en þau nutu þar beinlínis fulltingis Evrópubandalagsins, sem nú er Evrópusambandið.

Lesa meira

Dauðir rísa ... úr gröfum Skriðuklausturs

Minjasafn Austurlands, í samvinnu við Skriðuklaustursrannsóknir, opnar í dag, sumardaginn fyrsta, sýninguna ,,Dauðir rísa ... úr gröfum Skriðuklausturs.“ Sýningin  fjallar um fólkið sem grafið var á Skriðklaustri frá tímum klaustursins (1493-1554) og fram á 18. öld.  Aðstandendur sýningarinnar segja að með henni náist vonandi að kynnast örlítið hinum löngu liðna hugarheimi íslenskra miðalda og minnast fólksins sem á Skriðuklaustri var jarðað þó að lífshlaup þeirra sé enn að mestu hulin ráðgáta.

beinagrind.jpg

Lesa meira

Vistvæn innkaup hjá Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í lok síðasta árs innkaupastefnu og innkaupareglur fyrir sveitarfélagið, í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 84/2007. Umhverfisáherslur og vistvæn innkaup eru einn þáttur reglnanna.

Innkaupastefnan var unnin með hliðsjón af þörfum sveitarfélagsins, en innkaup og innkaupaaðferðir sveitarfélagsins voru tekin til skoðunar í því skyni.

innkaup.jpg

Lesa meira

Þýðendur íslenskra bókmennta þinga á Hala og í Reykjavík

Dagana 23.- 26. apríl verður haldið á Hala í Suðursveit og í Reykjavík alþjóðlegt þýðendaþing. Von er á 24 þýðendum erlendis frá en þeir koma frá Þýskalandi, Spáni, Póllandi, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Rússlandi, Tékklandi, Noregi og Svíþjóð. 9 þýðendur sem búsettir eru hér á landi taka líka þátt í þinginu. Fjallað verður um íslenskar bókmenntir, vanda og vegsemd þýðandans og meðal annars sagt frá verkefninu „Sagenhaftes Island“, þýðingar- og kynningarátaki í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011. 

bkur.jpg

Lesa meira

108 blaklið mæta til leiks 30. apríl

34. Öldungamót Blaksambands Íslands verður haldið á  Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði dagana 30. apríl – 2. maí 2009.  Mótið hefur einungis verið haldið tvívegis á Austurlandi og þá í bæði skiptin á Neskaupstað árið 1999 og 2003. 108 lið mæta til leiks og eykst íbúafjöldi svæðisins um allt að þúsund manns þessa helgi.

oldungamot_banner.jpg

Lesa meira

Opnar í Breiðdalsá 1. maí

Opnað verður á veiðisvæðum Veiðiþjónustunnar Strengja í Breiðdalsá 1. maí næstkomandi. Um er að ræða silungasvæði og er bleikjan mætt í ósinn. Sást hún vaka þar á laugardag.  Töluverður snjór er í fjöllum og lítur vel út með vatnsbúskap í Breiðdal fyrir sumarið. Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum segir að gengið hafi fremur treglega í Minnivallalæk í apríl fyrir utan að eitt holl fékk 12 fiska. Hann segir nokkuð laust af leyfum ennþá hér og hvar í þeim ám sem Strengir hafa á sinni könnu, en mikið sé spurt um lausa daga nú þegar vorfiðringur er komin í veiðimenn.

bleikjuveii.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.