Lögreglan á Austurlandi hefur ákveðið að krefjast gæsluvarðhalds yfir karlmanni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði.
Miðflokkurinn mælist með langmesta fylgið í Norðausturkjördæmi í könnun sem Maskína birti í dag. Ljóst er þó að mikil hreyfing er á fylgi flokkanna eftir stjórnarslitin síðasta sunnudag.
Höfundur: Guðjón Steindórsson og Ragnar Ásmundsson • Skrifað: .
Sterkan reynslumikinn leiðtoga þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í víðfeðmu Norðausturkjördæmi. Viðkomandi þarf að búa yfir skýrri sýn, ná til sem flestra, heiðarleika og traust, góða ímynd og orðspor.
Ingibjörg Ólöf Isaksen sækist eftir að skipa áfram fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir stjórnarslitin síðasta sunnudag hafa komið á óvart því til þessa hafi ríkt trú á að hægt væri að ná lengra í mikilvægum málum.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að ríkisstjórnarslit og kosningar hafi verið eina rétta leiðin í þeirri stöðu sem komin var upp í íslenskum stjórnmálum. Hún segir heilbrigt að fólk keppist um sæti á framboðslistum en hún er ein af fimm einstaklingum sem gefið hafa kost á sér í tvö efstu sætin hjá flokknum í kjördæminu.