Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður, mun skipa þriðja sætið á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sitjandi þingmaður, gaf ekki kost á sér í það.
Jens Garðar Helgason var í dag kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið var milli hans og Njáls Trausta Friðbertssonar, oddvita í kosningunum 2021, á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í dag.
Ellefu einstaklingar hafa tilkynnt um framboð í fimm efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Raðað verður sætin á tvöföldu kjördæmisþingi flokksins á morgun.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og fyrrverandi matvælaráðherra, hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér í komandi þingkosningum.
Samgöngur á landsbyggðinni skipta okkur sem búum þar miklu máli. Segja má að ástand vega og tengingar milli svæða ráði því hvort hægt sé að búa þar og starfa. Fámenn samfélög hafa átt erfitt uppdráttar vegna þess meðal annars að atvinnulíf er oft á tíðum einhæft og afþreying af skornum skammti, ekki síst fyrir börnin og unglinga.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, verður í öðru sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Kjörið var á kjördæmisþingi flokksins í Mývatnssveit í dag.
Héraðsdómur Austurlands hefur úrskurðað karlmann, sem grunaður er um grunaðan um hrottalega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu sinni, í gæsluvarðhald til 4. nóvember