Boranir eftir bæði heitu og köldu vatni eru að fara í gang á Vopnafirði. Aðalmarkmið heitavatns leitarinnar í Selárdal er að styrkja vatnsöflun sundlaugarinnar þótt alltaf lifi í vonum um að nóg finnist til að hitaveituvæða Vopnafjörð.
Björgin Karl Gunnarsson, þjálfari liðs FHL í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu, var í geðshræringu eftir 5-1 sigur á ÍBV í dag sem tryggði liðinu keppnisrétt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann vonast eftir öflugum stuðningi samfélagsins til að halda úti samkeppnishæfu liði í efstu deild.
Frá árinu 2020 hafa hjónin Guðni Þórðarson og Þorbjörg Ásbjörnsdóttir (Obba) á Lynghól í Skriðdal framleitt vörur úr geitamjólk. Þau segja viðtökurnar hafa verið framúrskarandi.
Eftir þrjá tapleiki og þar með þjálfaraskipti komst KFA á sigurbrautina á ný í annarri deild karla í knattspyrnu. Höttur/Huginn fylgir áfram þar á eftir.
FHL tryggði sér í dag sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍBV í Fjarðabyggðarhöllinni. Þrjátíu ár eru síðan austfirskt lið lék síðast í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Rósey Björgvinsdóttir, fyrirliði FHL í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu, segir leikmenn liðsins enn vart trúa þeirri staðreynd að liðið hafi tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Það var gulltryggt með 5-1 sigri á ÍBV á heimavelli í dag.
FHL getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild kvenna á morgun með sigri á ÍBV í leik liðanna í Fjarðabyggðarhöllinni. Hagstæð úrslit annarra liða í kvöld gera þetta að verkum.