Félagsmiðstöðin Ný-ung á Egilsstöðum og Snorri Emilsson, forsprakki gleðigöngunnar á Seyðisfirði, fengu heiðursverðlaun Hinsegin Austurlands sem veitt voru á Regnbogahátíð félagsins um síðustu helgi.
Hlutur sem virðist útskorið leikfanga dýr fannst í byrjun vikunnar í fornleifauppgreftrinum í bæjarstæði Fjarðar á Seyðisfirði. Fjöldi gripa hefur áfram fundist í Firði en uppgreftrinum lýkur síðar í þessum mánuði.
Emma Hawkins og Samantha Smith, sem samanlagt hafa skorað um 40 mörk fyrir FHL í fyrstu deild kvenna í sumar, eru báðar á leið frá félaginu. Liðið tryggði sér um síðustu helgi sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Myndir úr safni kvikmyndatökumannsins Þórarins Hávarðssonar verða sýndar á sunnudag á afmælisdegi Eskifjarðar í tilefni af bæjartíðinni Útsæðinu. Hátíðin hefst í dag.
Íslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í klasaskotfimi var haldið á skotsvæði Skotfélags Austurlands (SKAUST) á Eyvindarárdal um síðustu helgi. Þetta er annað árið í röð sem SKAUST heldur Íslandsmótið.
Vök Baths við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði fagna fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá fyrirtækinu um áramótin þegar Kristín Dröfn Halldórsdóttir tók við af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur.
Enn liggur ekki fyrir hvort og hvaða áhrif aukinn kostnaður framkvæmda við Hornafjarðarfljót hefur á fyrirætlanir um lagningu nýs vegar yfir Öxi. Bókfærður kostnaður við fljótið nálgast nú upphaflega kostnaðaráætlun en staðan lagast miðað við uppfærða samgönguáætlun.