Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir að hafa veist gegn þáverandi sambýliskonu sinni með harkalegum hætti. Manninum var gefið að sök að hafa tekið konuna kverkataki og slegið hana í snörpum deilum á heimili þeirra.
Land og skógur gerir kröfu um að landeigendur á Eiðum rækti aftur upp þann skóg sem felldur verður vegna byggingar sumarhúsabyggðar innan við Eiðavatn. Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun vara við áhrifum af minnkun votlendis. Áformin hafa minnkað verulega síðan þau voru fyrst kynnt.
Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti 16 stendur nú yfir á Djúpavogi. Þar má finna verk eftir listamenn frá Íslandi, Kína, Hollandi og fleiri löndum, en þó líka verk sem er smíðað sem listaverk en er nytjahlutur á sýningunni.
Hinn 19 ára gamli Reyðfirðingur, Þórður Páll Ólafsson, varð í vor glímukóngur Íslands í fyrsta sinn. Hann segir ekki nóg að vera stór og sterkur til að skella andstæðingum sínum í gólfið heldur þurfi líka lagni.
Hér fyrir austan gengur vel. Atvinnulífið blómstrar og atvinnuleysi með því minnsta sem mælist. Þessu til staðfestingar birtust nýverið fréttir úr Fjarðabyggð. Enn einu sinni er Fjarðabyggð það sveitarfélag sem hefur hvað hæstu meðaltekjur á íbúa.
Björn Hafþór Guðmundsson á Stöðvarfirði vinnur nú að útgáfu sinnar fyrstu hljómplötu, kominn vel yfir sjötugt. Björn Hafþór hefur til þessa verið kunnari fyrir kveðskap sinn en kveðst gjarnan hafa raulað fyrir munni sér laglínur við textana. Þeir mynda grunninn að væntanlegri hljómplötu.