Allar fréttir

Samantha og Emma yfirgefa FHL

Emma Hawkins og Samantha Smith, sem samanlagt hafa skorað um 40 mörk fyrir FHL í fyrstu deild kvenna í sumar, eru báðar á leið frá félaginu. Liðið tryggði sér um síðustu helgi sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Lesa meira

Vilja að ríkið taki þátt í kostnaði við fjarvarmaveitur

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur óskað eftir samtali við umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra um að ríkið styrki rekstur fjarvarmaveita á köldum svæðum. Formaður ráðsins segir rekstur þeirra þyngjast sífellt með dýrari og ótryggari orku.

Lesa meira

Nýtt þjónustuhús við Hengifoss opnað

Nýtt þjónustuhús við Hengifoss í Fljótsdal var opnað í gær. Húsið er hluti af framkvæmdum sem staðið hafa undanfarin ár til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækir staðinn.

Lesa meira

Mikils vert að LungA-skólinn njóti stuðnings Seyðfirðinga

Mark Rohtmaa-Jackson lauk í vor fyrsta ári sínu sem skólastjóri LungA lýðháskólans á Seyðisfirði, en hann tók við starfinu í október í fyrra. Mark hafði áður verið sýningarstjóri IMT nýlistagallerísins í London frá árinu 2005 og segist kunna vel við sig á Seyðisfirði.

Lesa meira

Atlantshafslaxinn er fisktegund í kreppu

Stofnstærð villta Atlantshafslaxins er um þriðjungur af því sem hún var fyrir um fjörutíu árum, þrátt fyrir að veiðar á honum hafi minnkað. Sérfræðingur segir margt vitað um líferni fisksins í ferskvatni en takmarkað hvað taki við í sjónum. Á Vopnafirði er skógur ræktaður til að bæta búsetuskilyrði laxins.

Lesa meira

Lífið um borð í Gullveri og uppskriftir með

Ísfisktogarinn Gullver hefur lengi verið gerður út frá Seyðisfirði og þar ýmsir heimamenn fengið eldskírn sína á sjó gegnum tíðina. Einn þeirra er einn nýrra eigenda Skaftfells bistró, Garðar Bachmann Þórðarson, sem gerði sér lítið fyrir og skellti sér á sjó með Gullveri um tveggja ára skeið sem kokkur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.