Emma Hawkins og Samantha Smith, sem samanlagt hafa skorað um 40 mörk fyrir FHL í fyrstu deild kvenna í sumar, eru báðar á leið frá félaginu. Liðið tryggði sér um síðustu helgi sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur óskað eftir samtali við umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra um að ríkið styrki rekstur fjarvarmaveita á köldum svæðum. Formaður ráðsins segir rekstur þeirra þyngjast sífellt með dýrari og ótryggari orku.
Nýtt þjónustuhús við Hengifoss í Fljótsdal var opnað í gær. Húsið er hluti af framkvæmdum sem staðið hafa undanfarin ár til að taka á móti þeim fjölda gesta sem sækir staðinn.
Mark Rohtmaa-Jackson lauk í vor fyrsta ári sínu sem skólastjóri LungA lýðháskólans á Seyðisfirði, en hann tók við starfinu í október í fyrra. Mark hafði áður verið sýningarstjóri IMT nýlistagallerísins í London frá árinu 2005 og segist kunna vel við sig á Seyðisfirði.
Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, kastaði tæpa 47 metra á Norðurlandamóti U-20 ára sem haldið var í Kaupmannahöfn um síðustu helgi.
Stofnstærð villta Atlantshafslaxins er um þriðjungur af því sem hún var fyrir um fjörutíu árum, þrátt fyrir að veiðar á honum hafi minnkað. Sérfræðingur segir margt vitað um líferni fisksins í ferskvatni en takmarkað hvað taki við í sjónum. Á Vopnafirði er skógur ræktaður til að bæta búsetuskilyrði laxins.
Ísfisktogarinn Gullver hefur lengi verið gerður út frá Seyðisfirði og þar ýmsir heimamenn fengið eldskírn sína á sjó gegnum tíðina. Einn þeirra er einn nýrra eigenda Skaftfells bistró, Garðar Bachmann Þórðarson, sem gerði sér lítið fyrir og skellti sér á sjó með Gullveri um tveggja ára skeið sem kokkur.