Allar fréttir

Hellisheiðin með besta móti

Leiðin yfir Hellisheiði eystri, milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs, er með besta móti um þessar mundir eftir að möl var borin ofan í veginn.

Lesa meira

Áfram unnið að hugmyndum um atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði

Áfram er unnið með þær hugmyndir sem komu út úr vinnu starfshóps um framtíð atvinnustarfsemi á Seyðisfirði í kjölfar lokunar frystihúss Síldarvinnslunnar. Forstjóri fyrirtækisins segir skoðun í gangi á þeim atriðum sem snúi að því en allt taki sinn tíma.

Lesa meira

Tæplega 9 þúsund króna gjald fyrir fáeinar mínútur á Egilsstaðaflugvelli

Jón Eiður Jónsson, sem bæði rekur leigu- og rútubifreið, telur sig hafa verið hlunnfarinn duglega þegar hann fékk fyrr í vikunni tæplega 9 þúsund króna bílastæðisreikning frá Isavia fyrir fimm daga notkun við Egilsstaðaflugvöll. Umrædd bifreið þó verið lagt við heimili hans lunga þess tíma.

Lesa meira

Fljótsdælingar stofna eigin vatnsveitu

Síðla síðasta mánaðar samþykkti sveitarstjórn Fljótsdalshrepps að stofnuð yrði sérstök vatnsveita fyrir sveitarfélagið, Fljótsorka, en þörfin á því er tilkomin vegna áforma um uppbyggingu byggðakjarna í dalnum.

Lesa meira

Pabbi og afi hvöttu mig til að verða flugmaður

Freydís Guðnadóttir frá Fáskrúðsfirði verður flugmaður Dash-8 flugvélar Icelandair sem verður til sýnis á Egilsstaðaflugvelli sem hluti af hátíðinni „Flug & fákar“ á sunnudag.

Lesa meira

„Til að skjóta vel þarf mikinn aga“

Daníel Baldursson úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) varð í íslenska landsliðinu sem varð í fimmta sæti í keppni með trissuboga á Evrópumóti U-21 árs í bogfimi innanhúss. Það er besti árangur sem liðið hefur náð. Daníel varð svo í 17. sæti í einstaklingskeppninni og stefnir á að ná enn lengra í greininni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.