Allar fréttir

Skrið á hlutina við nýbyggingu eldri borgara á Egilsstöðum

Ekki aðeins eru framkvæmdir við nýtt fjölbýlishús fyrir eldri borgara að Miðvangi á Egilsstöðum komnar á góðan rekspöl eftir nokkra lægð í vetur heldur og eru aðstandendur hugsanlega að ná góðum samningum við aðila sem geta lokið við verkið.

Lesa meira

Frítt að leggja í fimm daga

Það hefur löngum þótt dýrt að fljúga innanlands og með tilkomu fyrirhugaðra bílastæðagjalda leggjast enn frekari álögur á flugfarþega í innanlandsflugi. Vandamálið sem líklega er verið að reyna að sporna við er það að bílum sé ekki lagt á flugvöllunum vikum eða mánuðum saman. Ég hef séð það persónulega þegar bílum er lagt til vetrardvalar, sem gengur auðvitað ekki upp og eðlilegt væri að yrði rukkað fyrir því það er mikilvægt að bílastæðin nýtist sem allra best fyrir flugfarþega.

Lesa meira

Ljósmyndasýning í minningu Skarphéðins G. Þórissonar

Síðdegis í dag verður formleg opnun ljósmyndasýningarinnar Hreindýralandið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar eru sýndar fjölmargar fallegar ljósmyndir sem líffræðingurinn Skarphéðinn G. Þórisson náði af þessum tignarlegu dýrum Austurlands á meðan hann lifði.

Lesa meira

Ætlar að uppræta fordóma gervigreindar

Steinunn Rut Friðriksdóttir frá Egilsstöðum fékk í fyrra tíu milljóna styrk í doktorsrannsókn sína sem ber heitið „Fordómar í gervigreind.“ Hún miðar að því að greina og uppræta fordóma í stórum mállíkunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.