Allar fréttir

Heimsendingarþjónusta Krónunnar fallið Austfirðingum vel í geð

Viðbrögðin við þeirri þjónustu Krónunnar á Reyðarfirði að bjóða upp á heimsendingar á vörum gegn til lágu gjaldi hafa farið fram úr allra björtustu vonum að sögn verslunarstjórans. Fjölga þurfti fyrirhuguðum ferðum og ráða fleira fólk nánast áður en þjónustan hófst.

Lesa meira

Vegleg þjóðhátíðardagskrá alls staðar á Austurlandi

Þjóðhátíðardagurinn 2024 fer fram á mánudaginn kemur um land allt og hafa aðilar austanlands ekki látið sitt eftir liggja til að gera daginn bæði skemmti- og eftirminnilegan fyrir gesti og gangandi. Dagurinn merkilegri en ella sökum 80 ára lýðveldisafmælis landsins.

Lesa meira

Illmögulegt að fara fram og til baka innan fimm tíma

Illmögulegt er fyrir Austfirðinga að ætla sér að fljúga til Reykjavíkur og til baka aftur innan fimm tíma en ná samt að sinna erindum. Öðru máli gildir hins vegar um fólk sem á erindi milli Akureyri og Reykjavíkur.

Lesa meira

Segja þjónustusamninginn hafa átt sér langan aðdraganda

Isavia Innanlandsflugvellir ehf., hafna því að rokið hafi verið til í skyndi til að gera nýjan þjónustusamning við innviðaráðuneytið til að tryggja heimildir til gjaldtöku á bílastæðum. Ákvæði um slíkt var þó styrkt við það tilefni.

Lesa meira

„Það eina sem kom út úr ályktunum og fundahöldum voru fimm tímar í stað kortérs“

Sveitarstjórnarfulltrúar í Múlaþingi eru óánægðir með innheimtu Isavia á gjöldum fyrir bílastæði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Einn hvatti til að fulltrúarnir létu fyrir hönd borgaranna reyna á lögmæti gjaldanna meðan aðrir lýstu vonbrigðum með skort á stuðningi frá þingmönnum og ráðherrum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.