Allar fréttir
Ráðherra búinn að staðfesta þjónustusamning Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra, hefur staðfest þjónustusamning ríkisins við Isavia Innanlandsflugvelli. Samningurinn felur meðal annars í sér heimild til að innheimta gjald fyrir bílastæði við flugvellina.Opna fyrir athugasemdir vegna frístundabyggðar að Eiðum
Skipulagsstofun opnaði í dag formlega fyrir athugasemdir við þá fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs að gert verði ráð fyrir 65 hektara svæði undir frístundabyggð við Eiða í framtíðinni.
Dagskráin aldrei verið viðarmeiri á Skógardeginum mikla
Dagskrá Skógardagsins mikla, sem undanfarin ár hefur verið haldin hátíðlegur í Hallormsstaðaskógi, verður óvenju viðamikil að þessu sinni. Reyndar svo viðamikil að nánast er hægt að tala um Skógardagana miklu.
Breiðdælingar fá loks sparkvöll í þorpið
Á allra næstu vikum má gera ráð fyrir að íbúar Breiðdalsvíkur verði varir við lítils háttar framkvæmdir í austurhluta þorpsins. Þar verður um að ræða fyrsta skrefið í gerð sparkvallar fyrir þorpið.