Allar fréttir

Stríðsárasafnið opnar aftur eftir hlé en gestir óvenju fáir

Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði opnaði á ný í byrjun júní eftir að hafa verið lokað allt síðastliðið sumar í kjölfar mikilla skemmda á safnahúsum þess í miklu óveðri í september 2022. Aðsóknin verið afar róleg hingað til en skýringar á því geta verið margvíslegar.

Lesa meira

Kom til að kokka en stýrir nú Óbyggðasetrinu

Ella Saurén tók við sem framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs Íslands í Fljótsdal fyrir rúmu ári. Hún réði sig sumarið áður til að sjá um eldhús setursins en röð atburða breyttu stöðu hennar.

Lesa meira

Tvö útköll björgunarsveita austanlands í nótt

Áhöfn björgunarbátsins Hafbjargar í Neskaupstað kom skipverja á litlum fiskibát til aðstoðar um fimm leytið í morgun en sá hafði slasast illa á fæti og var ófær um að sigla bátnum til hafnar. Var báturinn þá um sextán sjómílur austur af Norðfjarðarhorni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var líka kölluð til og þurfti að hífa manninn í börum um borð í þyrluna af fiskibátnum.

Lesa meira

Mikið tjón Kjörbúðarinnar á Seyðisfirði vegna vatnslokunar í gærkvöldi

Þó að endurnýjun á vatnsstofnlögn Seyðfirðinga sem framkvæmd var í gærkvöldi og nótt hafi gengið eins vel og vonast var til var ekki hið sama að segja í Kjörbúðinni á staðnum. Þar slógu allir kælar út þegar líða fór á kvöldið og lítið sem í þeim var söluhæft í kjölfarið.

Lesa meira

Ástand lundans ekki gott en einna best á Austurlandi

Ný ítarleg skýrsla um lundastofninn í landinu leiðir í ljós að ástandið er heilt yfir ekki gott. Stofninn dregist saman áratugum saman vegna aukins sjávarhita, fæðuskorts á ungatíma og líkast til vegna þess að veiðar eru sennilega stofnvistfræðilega ósjálfbærar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.