Allar fréttir
Annað árið í röð var maí með þeim allra hlýjustu á Egilsstöðum
Samkvæmt niðurstöðum Veðurstofu Íslands um liðinn maímánuð reyndist meðalhitastig á Egilsstöðum 7,6°C og reynist vera fjórði hlýjasti maímánuður þar frá upphafi mælinga. Sami mánuður fyrir ári reyndist sá annar hlýjasti í 70 ára mælingarsögu þegar meðalhitinn náði 8,1°C.
Knattspyrna: KFA vann sjö marka Austurlandsslag - Myndir
Frábærar tíu mínútur í byrjun seinni hálfleiks færðu KFA sigur á Hetti/Huginn þegar liðin mættust í nágrannaslag í sjöundu umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi.Vegleg þjóðhátíðardagskrá alls staðar á Austurlandi
Þjóðhátíðardagurinn 2024 fer fram á mánudaginn kemur um land allt og hafa aðilar austanlands ekki látið sitt eftir liggja til að gera daginn bæði skemmti- og eftirminnilegan fyrir gesti og gangandi. Dagurinn merkilegri en ella sökum 80 ára lýðveldisafmælis landsins.
Tímamót í allri þjónustu við fatlað fólk
Síðdegis í gær var formlega tekin skóflustunga að nýjum búsetukjarna fyrir fólk með fötlun að Búðareyri 10 á Reyðarfirði en sú staðsetning var sérstaklega fyrir valinu þar sem nálægð er mikil við alla helstu nauðsynlega þjónustu.
Enn miklar efasemdir um heimildir fyrir bílastæðagjöldunum
Lögfræðingur Múlaþings lýsir miklum efasemdum um að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia innanlandsflugvalla á bílastæðum við flugvöllinn á Egilsstöðum standist lög og stangist meðal annars á við jafnræðisregluna. Gjaldtakan hefst á þriðjudag, 18. júní.Dularfullt sæskrímsli markar upphaf heljar menningarveislu í Fjarðabyggð
Togari úti fyrir Austurlandi fékk stórt, dularfullt og áður óþekkt sæskrímsli í troll sitt og þurfti í kjölfarið aðstoð við að komast til lands á Eskifirði. Á bakkanum við Vélaverksmiðjuna geta íbúar og gestir á slaginu klukkan 17 á morgun vitnað þetta mikla skrímsli, sem hugsanlega á rætur að rekja í þjóðsögurnar, með eigin augum.