Allar fréttir

„Það eina sem kom út úr ályktunum og fundahöldum voru fimm tímar í stað kortérs“

Sveitarstjórnarfulltrúar í Múlaþingi eru óánægðir með innheimtu Isavia á gjöldum fyrir bílastæði við flugvöllinn á Egilsstöðum. Einn hvatti til að fulltrúarnir létu fyrir hönd borgaranna reyna á lögmæti gjaldanna meðan aðrir lýstu vonbrigðum með skort á stuðningi frá þingmönnum og ráðherrum.

Lesa meira

Annað árið í röð var maí með þeim allra hlýjustu á Egilsstöðum

Samkvæmt niðurstöðum Veðurstofu Íslands um liðinn maímánuð reyndist meðalhitastig á Egilsstöðum 7,6°C og reynist vera fjórði hlýjasti maímánuður þar frá upphafi mælinga. Sami mánuður fyrir ári reyndist sá annar hlýjasti í 70 ára mælingarsögu þegar meðalhitinn náði 8,1°C.

Lesa meira

Vegleg þjóðhátíðardagskrá alls staðar á Austurlandi

Þjóðhátíðardagurinn 2024 fer fram á mánudaginn kemur um land allt og hafa aðilar austanlands ekki látið sitt eftir liggja til að gera daginn bæði skemmti- og eftirminnilegan fyrir gesti og gangandi. Dagurinn merkilegri en ella sökum 80 ára lýðveldisafmælis landsins.

Lesa meira

Tímamót í allri þjónustu við fatlað fólk

Síðdegis í gær var formlega tekin skóflustunga að nýjum búsetukjarna fyrir fólk með fötlun að Búðareyri 10 á Reyðarfirði en sú staðsetning var sérstaklega fyrir valinu þar sem nálægð er mikil við alla helstu nauðsynlega þjónustu.

Lesa meira

Enn miklar efasemdir um heimildir fyrir bílastæðagjöldunum

Lögfræðingur Múlaþings lýsir miklum efasemdum um að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia innanlandsflugvalla á bílastæðum við flugvöllinn á Egilsstöðum standist lög og stangist meðal annars á við jafnræðisregluna. Gjaldtakan hefst á þriðjudag, 18. júní.

Lesa meira

Dularfullt sæskrímsli markar upphaf heljar menningarveislu í Fjarðabyggð

Togari úti fyrir Austurlandi fékk stórt, dularfullt og áður óþekkt sæskrímsli í troll sitt og þurfti í kjölfarið aðstoð við að komast til lands á Eskifirði. Á bakkanum við Vélaverksmiðjuna geta íbúar og gestir á slaginu klukkan 17 á morgun vitnað þetta mikla skrímsli, sem hugsanlega á rætur að rekja í þjóðsögurnar, með eigin augum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.