Allar fréttir

Norðfirðingurinn sem byggði upp blakið í Mosfellsbæ

Guðrún Kristín Einarsdóttir, Gunna Stína, flutti að austan fyrir fjörutíu árum en er alltaf jafn mikill Norðfirðingur. Hún hlaut nýverið viðurkenningu fyrir uppbyggingu blakstarfs í Mosfellsbæ og á landsvísu og segir að félagsmálavafstrið megi rekja til uppeldisins fyrir austan.

Lesa meira

Langeygir eftir deiliskipulagi fyrir miðbæ Djúpavogs

Á meðan ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs hamlar það allri framþróun og uppbyggingu atvinnulífsins og það á sama tíma og ferðamannafjöldi á svæðið hefur margfaldast á fáeinum árum.

Lesa meira

Fjarðabyggð stendur sig miður vel að leita sjónarmiða íbúa sinna

Nálega helmingur þátttakenda úr Fjarðabyggð sem þátt tók í nýútkominni Íbúakönnun landshlutanna telur að sveitarfélagið standi sig illa í að leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúa sinna. Hlutfall þátttakenda á þessari skoðun á Héraði og í Norður-Múlasýslu er um 34 prósent.

Lesa meira

Lagt til að Hamarsvirkjun fari í verndarflokk

Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar, um verndun og nýtingu virkjunarkosta, leggur til að Hamarsvirkjun verði sett í verndarflokk. Áhrif hennar á ósnortin víðerni eru talin mikil og líkur á hatrömmum deilum ólíkra hagsmunaaðila um hana.

Lesa meira

Listafólk sækir heim á Innsævi

Yfir 30 viðburðir eru á dagskrá listahátíðarinnar Innsævis sem haldin verður í Fjarðabyggð í þriðja sinn í sumar og þeim mun fjölga. Sérstök áhersla er lögð á að fá listafólk með austfirskar tengingar, sem gengið hefur sérlega vel í ár.

Lesa meira

Kolefnissporið 113 tonn á hvern íbúa Austurlands

Kolefnisspor hvers íbúa Austurlands er 113 tonn á ári, miðað við nýja úttekt sem kynnt var í gær. Þessi háa tala á sér ýmsar skýringar en að sama skapi er ýmislegt hægt að gera til að lækka hana.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.