Allar fréttir

Fjarðabyggð stendur sig miður vel að leita sjónarmiða íbúa sinna

Nálega helmingur þátttakenda úr Fjarðabyggð sem þátt tók í nýútkominni Íbúakönnun landshlutanna telur að sveitarfélagið standi sig illa í að leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúa sinna. Hlutfall þátttakenda á þessari skoðun á Héraði og í Norður-Múlasýslu er um 34 prósent.

Lesa meira

Breytingar gerðar á Fellaskóla

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt að hafist verði handa við tilteknar breytingar á Fellaskóla í Fellabæ en starfsfólk skólans hefur lengi kvartað yfir þrengslum og plássleysi.

Lesa meira

Íhuga friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri íhugar nú hvort leita eigi eftir friðlýsingu jarðarinnar Stakkahlíðar í Loðmundarfirði. Hugsanlegt er að haldinn verði kynningarfundur um málið á staðnum sjálfum þegar líður á sumarið.

Lesa meira

Vegagerðin segir Múlaþing bera ábyrgð á akstri milli Egilsstaða og Borgarfjarðar

Óvissa er um framhald almenningssamgangna milli Egilsstaða og Borgarfjarðar frá næstu áramótum þar sem Vegagerðin hefur ákveðið að halda ekki áfram akstri á leiðinni. Heimastjórn Borgarfjarðar skorar þess að ákvörðunin verði endurskoðuð en Vegagerðin segir akstur innan sveitarfélags vera á höndum þess.

Lesa meira

Þyrlan send í sjúkraflug vegna þoku

Íbúar á Egilsstöðum urðu margir varir við þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkrabíla á ferðinni um klukkan sjö í morgun. Þyrlan var send austur þar sem sjúkraflug komst ekki vegna þoku.

Lesa meira

Landsbyggðarskattur í uppgangi

Skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðist síst vera að minnka. Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu svo sem á póstflutningum og í bankarekstri. Nýjasta útspilið er svo landsbyggðaskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum.

Lesa meira

Áhugi bænda lykilatriði í hvernig til tekst í baráttunni við riðu

Síðustu vikur hefur komið í heiminn ný kynslóð lamba sem bera með sér gen sem eiga að vera verndandi gegn riðu. Þórdís Þórarinsdóttir, bóndi á Bustarfelli í Vopnafirði og ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), er á meðal þeirra hafa unnið að áætlunum um hvernig gera megi íslenska sauðfjárstofninn ónæman fyrir sjúkdóminum. Það byggir á ræktun á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum sem hafa fundist í stofninum. Hún segir hægt að gera það hratt og vel.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.