Fjarðabyggð stendur sig miður vel að leita sjónarmiða íbúa sinna
Nálega helmingur þátttakenda úr Fjarðabyggð sem þátt tók í nýútkominni Íbúakönnun landshlutanna telur að sveitarfélagið standi sig illa í að leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúa sinna. Hlutfall þátttakenda á þessari skoðun á Héraði og í Norður-Múlasýslu er um 34 prósent.