Allar fréttir
Matgæðingur vikunnar: Þorsteinn Ágústsson
Þórsteinn Ágústsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá fyrirtækinu Trackwell er búsettur í Neskaupstað ásamt fjölskyldu sinni. Þorsteinn er matgæðingur vikunnar að þessu sinni og ætlar að deila með okkur uppskrift af afar girnilegu kjúklinga enchiladas.
„Það er mikilvægt að allir geti nýtt sér bókasöfnin óháð gjaldi“
Þann 1. janúar 2020 var íbúum fjarðabyggðar gert kleift að nýta sér gjaldfrjáls afnot Bókasafna á vegum bæjarins. Þetta er liður í læsisátaki sem Fjarðbyggð tekur þátt í.
Kjörið tækifæri Kristjáns Þórs
Í kjölfar Samherjamálsins hafa komið fram vangaveltur um hæfi sjávarútvegsráðherra til að sinna embætti sínu. Þá má telja líklegt að andstöðu muni gæta við nýja reglugerð um grásleppuveiðar og þá ekki síst hjá smærri útgerðum. Raunar virðist sumum sú reglugerð vera sett fram með það að markmiði að eyðileggja núverandi kerfi svo menn muni taka kvótasetningu hrognkelsis fegins hendi þegar þar að kemur en þar má ljóst þykja að vilji ráðherra liggur. Að þessu sögðu má líka ljóst vera að ráðherra stendur frammi fyrir erfiðri áskorun að sanna fyrir almenningi að þar fari ekki handbendi stórútgerðarinnar. Á Borgarfirði eystri leynist stórgott tækifæri fyrir ráðherra til að gera einmitt það.„Gaman að sjá þær brosa hringinn og rifja upp gömlu góðu taktana"
Nýlega eftir áramót byrjaði Fjóla Þorsteinsdóttir einkaþjálfari á Fáskrúðsfirði með danstíma fyrir eldri borgara. Hugmyndin kviknaði þegar konur sem voru í leikfimitímum hjá henni sáu innslag í sjónvarpinu um svipaða starfsemi. Þær skoruðu á hana og hún lét ekki skora á sig tvisvar og viðbrögðin hafa verið frábær að hennar sögn.