Fimleikar: Tveir Austfirðingar í Evrópumeistaraliði

Tveir Austfirðingar eru í landsliði Íslands í flokki blandaðra liða sem í dag var Evrópumeistari í hópfimleikum.

Það eru þeir Bjartur Blær Hjaltason og Ásgeir Máni Ragnarsson. Báðir eru aldir upp hjá Hetti. Ásgeir er skráður í félagið en Bjartur Blær hefur að undanförnu keppt fyrir Stjörnuna.

Íslenska liðið fékk 51.600 stig, 200 stigum meira en Svíþjóð. Bretar urðu þriðju á mótinu sem haldið er í Bakú í Aserbaísjan.

Mynd: Fimleikasamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar