Ísold Fönn fyrst Íslendinga til að ná tveimur þreföldum stökkum

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, listdansari á skautum frá Möðrudal á Fjöllum, varð nýverið fyrst Íslendinga til að stökkva samsetningu með tveimur þreföldum stökkum.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skautasambands Íslands. Þar má sjá myndband af æfingtu þar sem hún lendir samsetningunni.

Í fréttinni kemur fram að Ísold Fönn hafi fyrst íslenskra skautara lent bæði þreföldu „Lutzi“ og fyrstu samsetningunni með tveimur þreföldum stökkum, þrefalt „Flippi“ og þreföldu „Toeloop“.

Þá setti hún stigamet í flokki Junior Ladies, í stuttum æfingum með 56,81 stig, frjálsum æfingum með 94,38 og samanlagt með 151,19 stig.

Árangrinum náði hún á mótum í Champéry í Sviss þar sem hún hefur búið og æft síðasta árið. Þjálfari hennar er Stéphane Lambiel sem sjálfur er tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum.

Mynd: Skautasamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.