Mokar snjóinn til að geta kastað sleggjunni

Birna Jóna Sverrisdóttir afrekskona í frjálsum íþróttum hefur stundað þær frá unga aldri. Hún er í dag margfaldur Íslandsmethafi í sleggjukasti en hennar síðasta met sló hún sló hún á Sumarhátíð UÍA með kasti upp á 42.07 sm. með 4 kg sleggju. Birna Jóna leggur mikið á sig fyrir íþróttina og nýtur til þess mikils stuðnings frá foreldrum sínum.

Birna Jóna var í sumar valin af Íþrótta- og ólympíusambandi íslands ásamt öðrum 37 einstaklingum til að keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) sem fram fór í Banská Bystica í Slóvakíu í júlí.

Hún var eini keppandinn frá Íslandi í sleggjukasti og þar náði hún frábæru kasti upp á 47.22 metra með þriggja kílóa sleggju. Hennar persónulega besti árangur var 51.65 metrar áður en hún fór út.

Birna Jóna segir þetta mót hafa verið lærdómsríkt í alla staði og undir það taka foreldrar hennar, Hrefna Björnsdóttir og Sverrir Rafn Reynisson. Þau fylgdu henni til Slóvakíu líkt og flest önnur mót í gegnum tíðina.

Það er ekki einungis tekið út með sældinni að æfa sleggjukast og því mikilvægt að hafa gott bakland. Á veturna vill Birna æfa jafnt og yfir sumarið og lætur snjó og þykkan klaka ekki stoppa sig.

Ósjaldan má sjá til þeirra þriggja, Birnu Jónu, Hrefnu og Sverris moka kasthringinn til að ná æfingu. Sama hvernig veður er þá æfir stelpan samviskusamlega og hefur frumkvæði af því að drífa sig á æfingu. Hún segir það mikilvægt að mæta og taka sín 20 æfingaköst sama hvernig veðrið er enda breyti hún engu þar en hún stjórnar eigin hugarfari.

Síðastliðinn vetur fóru um 200 kíló af salti einungis á kasthringinn sjálfan en það er gert til að koma í veg fyrir rennsli í snúningi fyrir kast. Suma daga þurfa þau að bera með sér heitt vatn svo klakinn þiðni fyrr af hringnum. Það hljómar kannski ekki létt en þetta gera þau þrjú til að létta vinnuna á hringnum þegar mesti klakinn er.

Þá er kastsvæðið oft snjóþungt. Foreldrar Birnu keyptu sér snjóblásara til að hreinsa svæðið til að byrja með en Guðjón Hilmarsson vallarstjóri á Egilsstöðum kom sterkur inn og sá alfarið um að hreinsa svæðið og senda þau honum þakklætiskveðju.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.