Körfubolti: Kærkomið að fá auka viku í undirbúninginn
Þrír nýir erlendir leikmenn mæta til leiks með liði Hattar sem leikur sinn fyrsta leik á leiktíðinni í fyrstu deild karla í körfuknattleik þegar Sindri frá Höfn kemur í heimsókn í kvöld. Stefnan er sett á að vera annað af þeim tveimur liðum sem kemst upp úr deildinni og spilar í úrvaldsdeildinni að ári.Fótbolti: „Vissum að við myndum skora mörk“
Fáskrúðsfirðingar geta leyft sér að fagna í kvöld eftir að Leiknir tryggði sér sigur í annarri deild karla í knattspyrnu og þar með sæti í fyrstu deild næsta sumar með 1-3 sigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknismenn þurftu að hafa fyrir sigrinum eftir að hafa verið undir í hálfleik en þjálfarinn og fyrirliðinn voru sammála um að sigurinn væri samt innan seilingar.Stefnan á að gefa efnilegum heimamönnum tækifæri
Staðfest hefur verið að Dragan Stojanovic verði áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjarðabyggð í knattspyrnu. Stefna félagsins er að byggja leikmannahópinn meira upp á uppöldum leikmönnum.Hægt að venjast kuldanum en aldrei vindinum
Þrír knattspyrnumenn frá karabíska eyríkinu Trinidad og Tobago spiluðu í sumar með Einherja í þriðju deild karla auk þess sem einn þeirra er þjálfari liðsins. Þeir segja Vopnafjörð hafa verið minni en þeir reiknuðu með en bæjarbúa hafa tekið þeim opnum örmum.Fótbolti: Leiknismenn fögnuðu deildarmeistaratitlinum – Myndir
Leiknir Fáskrúðsfirði leikur í næst efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir 1-3 sigur á Fjarðabyggð í lokaumferð annarrar deildar í dag. Sigurinn tryggði þeim jafnframt deildarmeistaratitilinn og þar með fyrsta titil félagsins í landskeppni í knattspyrnu.Þróttur vill endurskoða fyrirkomulag samæfinga í knattspyrnu
Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar Neskaupstað hefur lagt til að fyrirkomulag samæfinga hjá yngri flokkum Fjarðabyggðar (YFF) í 5. og 6. flokki karla og kvenna í knattspyrnu verði endurskoðað. Framkvæmdastjóri Þróttar segir hugmyndirnar settar fram til sparnaðar en þær hafa ekki enn hlotið hljómgrunn annarra félaga í samstarfinu.Mizunodeildin farin af stað
Fjórir leikir fóru fram í Mizunodeildinni í blaki um helgina. Karla og kvennalið Þróttar Neskaupstað tóku á móti núverandi Íslandsmeisturum KA og spiluðu liðin tvo leiki hvor. Karlalið Þróttar fór með sigur úr báðum sínum leikjum en kvennalið KA sigraði í sínum leikjum.„Við þurfum bara að vinna einn leik“
Á laugardaginn var komst Leiknir á Fáskrúðsfirði upp í fyrsta sæti annarar deildar með sigri á Vestra. Þá er ein umferð eftir í deildinni þar sem Leiknir getur tryggt sér deildarmeistaratitil í leik við Fjarðabyggð.