Höttur með meistaraflokkslið kvenna í körfu

Höttur sendir nú í vetur sitt fyrsta meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik. Þjálfari var ráðinn í ágúst og fleiri mættu til æfinga en búist var við. Liðið lék sína fyrstu leiki í 2. deild á Hvammstanga nú um helgina.

Lesa meira

Körfubolti: Kærkomið að fá auka viku í undirbúninginn

Þrír nýir erlendir leikmenn mæta til leiks með liði Hattar sem leikur sinn fyrsta leik á leiktíðinni í fyrstu deild karla í körfuknattleik þegar Sindri frá Höfn kemur í heimsókn í kvöld. Stefnan er sett á að vera annað af þeim tveimur liðum sem kemst upp úr deildinni og spilar í úrvaldsdeildinni að ári.

Lesa meira

Fótbolti: „Vissum að við myndum skora mörk“

Fáskrúðsfirðingar geta leyft sér að fagna í kvöld eftir að Leiknir tryggði sér sigur í annarri deild karla í knattspyrnu og þar með sæti í fyrstu deild næsta sumar með 1-3 sigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknismenn þurftu að hafa fyrir sigrinum eftir að hafa verið undir í hálfleik en þjálfarinn og fyrirliðinn voru sammála um að sigurinn væri samt innan seilingar.

Lesa meira

Stefnan á að gefa efnilegum heimamönnum tækifæri

Staðfest hefur verið að Dragan Stojanovic verði áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjarðabyggð í knattspyrnu. Stefna félagsins er að byggja leikmannahópinn meira upp á uppöldum leikmönnum.

Lesa meira

Hægt að venjast kuldanum en aldrei vindinum

Þrír knattspyrnumenn frá karabíska eyríkinu Trinidad og Tobago spiluðu í sumar með Einherja í þriðju deild karla auk þess sem einn þeirra er þjálfari liðsins. Þeir segja Vopnafjörð hafa verið minni en þeir reiknuðu með en bæjarbúa hafa tekið þeim opnum örmum.

Lesa meira

Fótbolti: Leiknismenn fögnuðu deildarmeistaratitlinum – Myndir

Leiknir Fáskrúðsfirði leikur í næst efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eftir 1-3 sigur á Fjarðabyggð í lokaumferð annarrar deildar í dag. Sigurinn tryggði þeim jafnframt deildarmeistaratitilinn og þar með fyrsta titil félagsins í landskeppni í knattspyrnu.

Lesa meira

Þróttur vill endurskoða fyrirkomulag samæfinga í knattspyrnu

Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar Neskaupstað hefur lagt til að fyrirkomulag samæfinga hjá yngri flokkum Fjarðabyggðar (YFF) í 5. og 6. flokki karla og kvenna í knattspyrnu verði endurskoðað. Framkvæmdastjóri Þróttar segir hugmyndirnar settar fram til sparnaðar en þær hafa ekki enn hlotið hljómgrunn annarra félaga í samstarfinu.

Lesa meira

Mizunodeildin farin af stað

Fjórir leikir fóru fram í Mizunodeildinni í blaki um helgina. Karla og kvennalið Þróttar Neskaupstað tóku á móti núverandi Íslandsmeisturum KA og spiluðu liðin tvo leiki hvor. Karlalið Þróttar fór með sigur úr báðum sínum leikjum en kvennalið KA sigraði í sínum leikjum.

Lesa meira

„Við þurfum bara að vinna einn leik“

Á laugardaginn var komst Leiknir á Fáskrúðsfirði upp í fyrsta sæti annarar deildar með sigri á Vestra. Þá er ein umferð eftir í deildinni þar sem Leiknir getur tryggt sér deildarmeistaratitil í leik við Fjarðabyggð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.