Þegar ég var að velta því fyrir mér hvað ég gæti sagt við ykkur í þessari hugvekju fór ég um stund að velta því fyrir mér af hverju ég segði alltaf já. Það var svona um það leyti sem ég virtist ekki ætla að ná að klára að skrifa þennan texta og reitti hár mitt og skegg í örvæntingu. En blessunarlega komst ég að því að það var búið að svara þessari spurningu fyrir mig.
Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Frá því eru liðin hundrað ár og þess hefur verið minnst um land allt á árinu með ýmis konar viðburðum. Austurland er ekki undanskilið og þar var hrint í framkvæmd metnaðarfullu verkefni sem ber heitið „Austfirskt fullveldi – Sjálfbært fullveldi?“ Þar tóku átta austfirskar mennta-, menningar- og rannsóknastofnanir sig saman til að skoða á nýstárlegan hátt austfirskt fullveldi, sjálfbærni og tengslin þar á milli.
Rétt er að byrja á að taka skýrt fram að umræðan um starfsfærnimat og starfsgetumat kemur umræðunni um krónu á móti krónu skerðingunni alls ekkert við. Vel er hægt að keyra það í gegnum Alþingi án þess að blanda þessu tvennu saman, sem virðist vera tilhneiging ríkisstjórnarflokkanna. Hugsanlega til þess að nýta krónu á móti krónu umræðuna til þess að þrýsta starfsgetumati í gegn?
Árið 1918 varð eldgos á Íslandi. Því fylgdu jarðskjálftar, jökulhlaup og gjóskufall. Í marga daga rigndi þurri eldfjallaösku úr gráum skýum, og þakti hálft Ísland. Agnirnar spýttust upp, sveimuðu um í loftinu, dreifðu úr sér og settust á landið. Það er sagnorðið sem er notað til að lýsa hvernig eldfjallaaska hegðar sér – hún sest. Alveg eins og ryk sest á bókahillur, eða einhver sem kemur þreyttur heim úr vinnunni sest niður í hægindastól, nema askan og rykið kunna ekki að standa upp. Aska sest, hraun rennur og jöklar hlaupa. Þetta þekkjum við, enda er Ísland köld eyja sem fæddist í eldgosi upp úr hafinu.
Fjarðabyggð hefur nú (mér vitanlega), fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi, tekið ákvörðun um að banna börnum að nota sín eigin snjalltæki á skólatíma. Nokkur umræða hefur verið um þetta bann og mig langar og fara í stuttu máli yfir rökin sem liggja því til grundvallar.
Í upphafi mánaðarins birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna nýja skýrslu sem hefur verið kölluð stærsta viðvörun vísindasamfélagsins vegna loftslagsbreytinga eða lokaútkall. Þörf er á byltignakenndum breytingum á samfélags- og efnahagskerfum heimsins ef ekki á allt að fara úr böndunum.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Austfirðinga, skrifaði grein í Morgunblaðið þann 24. nóvember sl. þar sem hann gagnrýnir heimildarmyndina Litlu Moskvu sem undirritaður leikstýrði og sýnd verður í Egilsbúð um helgina. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Hjörleifi og því sem hann hefur staðið fyrir, sér í lagi baráttu hans fyrir náttúru Íslands.
Fyrir ári síðan, þann 11. nóvember 2017, voru Norðfjarðargöngin vígð og eru þau því formlega eins árs í dag. Hvað breyttist og hvað hefur í raun gerst í okkar samfélagi við þessa miklu samgöngubót?
Á Alþingi var í síðustu viku var umræða um landbúnað. Af henni mátti greina átakalínurnar. Af þeim sökum datt mér í hug að setjast niður og skrifa nokkur orð um umhverfi og landbúnað, sérstaklega hvort að kjötneysla sé allt að drepa.