Störfin heim í Fjarðabyggð

Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar?

Lesa meira

Skilar menntun sér í launaumslagið?

Eftir að hafa séð neikvæð viðbrögð við því að sautján konur og einn karlmaður skipa lista VG í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum verður mér hugsað til þess hvort það halli orðið á karlmenn og þá hvar? Barátta íslenskra kvenna fyrir jafnrétti, virðingu og jöfnum kjörum á enn fullan rétt á sér eins og glöggt má sjá í greininni Konur hafa aldrei verið í meirihluta í Fjarðabyggð.

Lesa meira

Tækifærin þarf að grípa

Listi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi var staðfestur af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Múlaþingi laugardaginn 26.mars. Listinn er skipaður öflugu og kraftmiklu fólki á öllum aldri úr öllum byggðakjörnum Múlaþings með mikinn metnað fyrir alhliða vexti sveitarfélagsins.

Lesa meira

Hvar er byggðastefnan?

Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Umhverfisvæn matvælaframleiðsla

Sjókvíaeldi er ein umhverfisvænasta leið mannkynsins til að framleiða próteinrík matvæli. Íslendingar ættu að nýta sér þetta tækifæri nú á tímum mikillar fólksfjölgunar og loftslagsbreytinga. Fiskeldi starfar innan ákveðins lagaramma sem er grunnurinn að hagstæðum skilyrðum fyrir fólk og umhverfi. 

Lesa meira

Um Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) voru stofnuð stofnuð fyrir 17 árum og hafa látið margt mjög gott af sér leiða. Frá árinu 2015, þegar samtökin voru endurreist eftir að hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið, hefur HHF lagt til um 17.500.000 kr. í formi tækja, umbúnaðar, ýmissa gjafa auk vinnuframlags.

Lesa meira

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni í dag, fimmtudaginn 24. Mars, þegar hátt í þúsund manns koma saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem haldin er árlega.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar