Ágætu framboði hér í Fjarðabyggð er tíðrætt um lýðræði og er ennþá fast í
þeim tímapunkti þegar að prófkjörin hér í Fjarðabyggð áttu sér stað.
Við Sjálfstæðismenn erum löngu komnir áfram í vinnu okkar og starfi og
höfum ekki ætlað okkur að fara í meting um uppröðun á listana en nú í
ljósi endalauss áróðurs um ólýðræðisleg vinnubrögð verð ég að bregðast
við, stutt og skorinort.
Þegar byrjað var að byggja stífluna við Kárahnjúka og síðar álverið á
Reyðarfirði streymdi erlent og innlent vinnuafl austur á land. Á þeim
tíma vantaði vissulega húsnæði fyrir allt þetta fólk og menn geystust
fram á völlinn til að byggja ný hús og breyta gömlum.
Dragnótin er líklega vistvænasta veiðarfærið sem notað er við Ísland í
dag og hefur verið frá því veiðar með dragnót hófust um miðja 19 öldina.
Veiðisvæði dragnótar spannar einungis um 3-5% af landgrunninu innan
lögsögu Íslands.
Ástæður þessa takmörkuðu veiðislóðar dragnótarinnar eru þær að dragnót
er einungis hægt að nota á leir, malar og sandbotni. Veiðar með dragnót á
mörgum veiðisvæðum við landið eru einnig mjög árstíðabundnar vegna
breytilegrar göngu ýmisa fisktegunda.
Árin sem ég bjó í Reykjavík leitaði hugur minn ávallt heim á
Fljótsdalshérað. Ég segi heim, því þó að fjölskylda mín hefði flutt
búferlum til Reykjavíkur, leit ég alltaf á það sem tímabundið ástand. Ég
ætlaði mér alltaf að flytja aftur austur. Nú eru 20 ár síðan ég kom
aftur og ég hef ekki hug á að flytja héðan aftur. Mér hefur alltaf þótt
fegurst hér og best að vera.
Ólíkt mörgum sveitarfélögum í dag þá býr Fjarðabyggð yfir fjölbreyttri
flóru sterkra fyrirtækja á sviði framleiðslu og þjónustu ýmis konar.
Helsta hlutverk bæjarstjórnar gagnvart atvinnulífinu á hverjum tíma
hlýtur að vera, að standa vörð um hagsmuni fyrirtækjanna og starfsmanna
þeirra.
Ríkið rekur hér í sveitarfélaginu stóra vinnustaði sbr.
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað og heilsugæslurnar í Fjarðabyggð,
Verkmenntaskólann í Neskaupsstað, Sýslumannsembættið á Eskifirði og
Vegagerðina á Reyðarfirði. Hjá þessum stofnunum starfa líklega um 300
manns.
Höfundur: Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir og Stefán Már Guðmundsson • Skrifað: .
Eitt fyrsta verk nýrrar bæjarstjórnar verður ráðning bæjarstjóra. Í
síðustu grein fórum við yfir það hvernig við hugsum okkur að efla megi
lýðræðið með því að auka möguleika kjörinna fulltrúa til að takast á við
þá pólitísku ábyrgð sem þeim er lögð á herðar að loknum kosningum.
Höfundur: Á-listinn á Fljótsdalshéraði • Skrifað: .
1. Ætlar framboðið að halda í núverandi bæjarstjóra?
Ráðningarsamningur bæjarstjóra er laus við lok kjörtímabils. Við lítum
svo á að ákvörðun um ráðningu bæjarstjóra sé samkomulagsatriði á milli
þeirra framboða sem fara í meirihlutasamstarf eftir kosningar.
Konur eru menn - en oft frábrugðnar karlmönnum. Þær eru þó sem betur
fer afar mismunandi innbyrðis og erfitt að búa til einfaldan samnefnara
sem á að lýsa konum og þeirra hugmyndafræði.
En þar sem konur eru um það bil helmingur mannkyns er bráðnauðsynlegt að
fulltrúar þeirra séu allsstaðar.
Fátt spillir ráðamönnum jafn mikið og þegar þeim finnst það sjálfsagt að
þeir ráði. Við sem þjóð verðum að hætta að hugsa um framsal valds okkar
sem sjálfsagðan hlut og skoða upp á nýtt hvaða leikreglur þurfa að vera
til staðar til að við getum treyst handhöfum okkar valds til að misfara
ekki með það. Lög og reglur duga skammt ef valdhafar geta breytt þeim
sjálfir. Við þurfum því nýja stjórnarskrá sem tekur aðeins breytingum
með þjóðaratkvæðagreiðslum.