Mikið hefur verið rætt og skrifað um fyrirhugaðar sparnaðarleiðir útvarpsstjóra. Þær eru eðli málsins samkvæmt umdeildar og erfiðar, uppsagnir fjölda reyndra starfsmanna um allt land valda usla og í raun sorgarviðbrögðum ekki síst á minni stöðum þar sem hvert starf er svo mikilvægt.
Gunnar Gunnarsson hefur tekið að sér
ritstjórn fréttavefsins Austurglugginn.is en Austurnet hefur tekið
fréttavefinn upp á sína arma. Fleiri fréttaritarar, dálkahöfundar og
aðrir hjálparkokkar verða fengnir að vefnum á næstu vikum og mánuðum um
leið og
framtíðarstefna hans og umhverfi verða mótuð nánar.
Ég sat fund Umferðarráðs í dag í fyrsta sinn í langan tíma. Það var fróðlegt. Kynnt var námsefni í umferðarfræðslu fyrir framhaldsskólanema, sem hugsað er til notkunar í lífsleikni, mér fannst efnið afar áhugavert og trúverðugt og trúi vart öðru en að það veki ungmenni til umhugsunar og vitundar um mikilvægi þess að vera vandaður ökumaður.
Ágætu landsmenn. Fyrir hönd margra íbúa sveitarfélagsins Fjarðabyggðar eru þessi orð sett á blað. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar staðfesti þann gjörning bæjarráðs að loka bæjarskrifstofunum á Norðfirði í desember. Ákvörðun þessari var haldið til streitu þrátt fyrir fjölmennan íbúafund sem haldinn var á Norðfirði föstudaginn 4.desember s.l. til að mótmæla lokun bæjarskrifstofunnar þar og vinnubrögðunum sem viðhöfð voru auk harðra mótmæla starfsmanna sem þar unnu.
Nú um áramótin verða þáttaskil í rekstri fréttavefsins austurglugginn.is. Ritstjóri austfirska fréttablaðsins Austurgluggans, Steinunn Ásmundsdóttir, sem hefur undanfarna 15 mánuði sinnt fréttaskrifum á vefinn í sjálfboðavinnu til hliðar við fullt starf sitt að fréttablaðinu, mun nú hverfa frá vefskrifum og einbeita sér að blaðinu. Steinunn þakkar lesendum vefsins samfylgdina þennan tíma og óskar Austfirðingum og landsmönnum öllum farsældar og samstöðu á nýju ári.
Tilefni þessa bréfs er meðal annars að svara að hluta fullyrðingum í grein sem birt var í Fréttablaðinu þann 22.desember síðastliðinn þar sem ábúandi að Stórhóli í Álftafirði, Stefanía Lárusdóttir, sem dæmd var fyrir illa meðferð á skepnum fyrir skömmu, leyfir sér að halda því blákalt fram að það hafi aldrei verið svelt skepna að Stórhól. Í öllu falli verður heldur ekki látið hjá líða í framhaldi að velta fyrir sér stöðu dýraverndar í landinu þegar kemur að búfjárhaldi.
Lið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið áfram í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir 22-19 sigur á liði Menntaskólans við Sund í gærkvöldi.
Áramótabrennur verða víðast haldnar á þéttbýlisstöðum á Austurlandi með kvöldinu. Flugeldasala hefur verið nokkuð svipuð og í fyrra og því útlit fyrir að Austfirðingar verði skotglaðir að vanda upp úr miðnættinu. Spá gerir ráð fyrir björtu eða hálfskýjuðu á Austurlandi í kvöld, 3-18 stiga frosti og hægum vindi af norðvestri. Einnig er gert ráð fyrir hæglætisveðri á nýársdag.