Sveitarstjórnarpistill 5 – Góðar samgöngur og skipulag

Góðar samgöngur eru forsenda blómlegs atvinnulífs í sveitum og bæjum landa. Sama á hér við um þróun byggðar á Egilsstöðum. Framan af gerðist það af sjálfu sér. Þjóðleið hefur legið um Eyvindarárdal allt frá því land byggðist. Með síðari tíma mannvirkjagerð hefur þróunin mótast af ákvörðunum manna.

Lesa meira

Tíminn er núna!

Í ágúst 2021 hófst kennsla af fullum þunga í Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík (HR) á Austurlandi. Það var ánægjulegt að fylgjast með nemendum sem saman voru komnir í kennslustofu á Reyðarfirði til að takast á við nýjar áskoranir sem munu leiða af sér jákvæð tækifæri fyrir þá í lífinu. Í boði voru tveir grunnar; tölvunarfræði annars vegar og verk- og tæknifræði hins vegar.

Lesa meira

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi.

Lesa meira

Að gefnu tilefni

Talsverðar umræður hafa verið í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í Fjarðabyggð um meirihlutaviðræður Fjarðalistans og Framsóknarflokksins. Sitt sýnist hverjum eins og eðlilegt er.

Lesa meira

Förum upp um deild

Nú er stóri dagurinn, 14. maí, runnin upp. Við Sjálfstæðisfólk höfum lagt okkur öll sem eitt fram í þessari vinnu með framsýni, samstöðu, ganga fram sem ein heild, grípa tækifærin og koma Múlaþingi upp um deild. Við upplifum mikinn meðbyr með okkar framboði.

Lesa meira

Fjarðarheiðargöng – 1. grein um leiðaval Héraðsmegin,

Umhverfismatsskýrsla framkvæmdar apríl 2022 liggur nú loks fyrir til almennrar kynningar og er mikið og athyglivert plagg. Meðfylgjandi mynd sýnir þá valkosti sem hafa verið til samanburðar. Að stærstum hluta er um kafla Hringvegarins að ræða og tilgreinir skýrslan þrjá valkosti.

Lesa meira

Frá sveitasíma til snjalltækis

Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings.

Lesa meira

Sjálfstæðisflokk til sigurs í Fjarðabyggð

Í febrúar var mér falin sú ábyrgð að leiða framboðslista Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Mikil þátttaka í prófkjörinu byggði á kröfu íbúa um að Sjálfstæðisflokkurinn verði leiðandi afl í Fjarðabyggð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.