Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar?
Eftir að hafa séð neikvæð viðbrögð við því að sautján konur og einn karlmaður skipa lista VG í Fjarðabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum verður mér hugsað til þess hvort það halli orðið á karlmenn og þá hvar? Barátta íslenskra kvenna fyrir jafnrétti, virðingu og jöfnum kjörum á enn fullan rétt á sér eins og glöggt má sjá í greininni Konur hafa aldrei verið í meirihluta í Fjarðabyggð.
Listi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi var staðfestur af fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Múlaþingi laugardaginn 26.mars. Listinn er skipaður öflugu og kraftmiklu fólki á öllum aldri úr öllum byggðakjörnum Múlaþings með mikinn metnað fyrir alhliða vexti sveitarfélagsins.
Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Sjókvíaeldi er ein umhverfisvænasta leið mannkynsins til að framleiða próteinrík matvæli. Íslendingar ættu að nýta sér þetta tækifæri nú á tímum mikillar fólksfjölgunar og loftslagsbreytinga. Fiskeldi starfar innan ákveðins lagaramma sem er grunnurinn að hagstæðum skilyrðum fyrir fólk og umhverfi.
Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) voru stofnuð stofnuð fyrir 17 árum og hafa látið margt mjög gott af sér leiða. Frá árinu 2015, þegar samtökin voru endurreist eftir að hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið, hefur HHF lagt til um 17.500.000 kr. í formi tækja, umbúnaðar, ýmissa gjafa auk vinnuframlags.
Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt.
Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni í dag, fimmtudaginn 24. Mars, þegar hátt í þúsund manns koma saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem haldin er árlega.