Hlutlæga úttekt vantar um framhald jarðgangagerðar á Austfjörðum

Samgöngubætur og lagning jarðganga sem hluti af þeim hafa að vonum verið drjúgur þáttur í samfélagsumræðu hérlendis allt frá því Strákagöng til Siglufjarðar voru byggð á árunum 1965-1967 og Oddsskarðsgöng um áratug síðar. Framkvæmdir við jarðgöng hafa síðan farið stækkandi með hverjum áratug, nú síðasta með Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum sem hvor um sig eru um 7,5 km á lengd.

Lesa meira

Blessaður

Blessaður ert þú sem ekið hefur Öxi, -hvernig sem viðrar! Fegurðin er ómælanleg. Auk þess er þetta 60 km stytting á Hérað miðað við Fjarðaleiðina. Það takmarkaða fé sem í upphafi var veitt í gerð vegarins upp úr Berufirði hefur verið listilega nýtt, jarðröskun í lágmarki og einstök upplifun.

Lesa meira

Austfirðingar rífast

Ágreiningur Austfirðinga vegna Fáskrúðsfjarðarganga - langhagkvæmasta gangakostsins - tafði veggangagerð á Íslandi um 5-10 ár. Austurland var næst í röðinni en stjórnvöld biðu eftir samstöðu heimamanna.

Lesa meira

Ný jarðgöng á Mið-Austurlandi skipta miklu máli

Ég kom til Seyðisfjarðar sumarið 1984 til að undirbúa tölvunámskeið með Apple IIE-vélum og kynna heimafólki þá byltingu sem þá var í uppsiglingu. Að koma úr rigningunni úr Reykjavík og á þennan dýrðarstað var ógleymanleg upplifun. Stafalogn og suðrænt veður og fólkið tók á móti okkur eins og hér væru þjóðhöfðingjar á ferð. Síðan hefur Seyðisfjörður með sínum háu fjöllum og fallegu húsum skipað viðhafnarsess í mínum huga.

Lesa meira

Lækkun fasteignagjalda

Fasteignamat íbúðarhúsa í Fjarðabyggð hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Um síðustu áramót hækkaði matið að meðaltali um rúm 10% en þónokkuð meira á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði eða um 14-15%. Um næstu áramót munu þau svo aftur hækka að meðaltali um 6,5%.

Lesa meira

Græna spjaldið

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér kolefnisfótspori mínu síðastliðið ár og núna næstkomandi ár. Eins mikið og ég vil trúa því að það að búa í trjákofa á ströndum Indónesíu eigi eftir að létta á loftlagskvíðanum þá veit ég að það er hugsun hræsnarans. Ég er hræsnari og ég geri mér fullkomna grein fyrir því. En við erum flest, ef ekki bara öll, hræsnarar. Það er titill sem við verðum bara að gjöra svo vel að kyngja.

Lesa meira

Segið já 26. október - Fjárhagslega sterkara sveitarfélag

Sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður sterkara og betur í stakk búið til að sinna verkefnum sínum en hvert og eitt þessara sveitarfélaga fyrir sig. Geta sveitarfélagsins til fjárfestinga eykst og stærri eining er síður viðkvæm fyrir áföllum sem haft geta áhrif á tekjustofna þess.

Lesa meira

Jarðakaup erlendra aðila

Stjórnmálamenn hafa á undanförnum vikum og mánuðum lýst miklum áhyggjum af jarðakaupum erlendra aðila. Sérstaklega hafa augu þeirra beinst að jarðakaupum efnamanna á Norðausturlandi. En hvers vegna skyldi staðan vera sú að menn kjósi að selja frá sér jarðir í stað þess að nýta þær til búskapar og framfærslu fyrir sig og fjölskyldu sína. Það virðist vera erfitt að reka sauðfjárbú. Reksturinn kallar á mikla vinnu, lélegt afurðaverð og þar með laka afkomu.

Lesa meira

Hringvegur á Mið-Austurlandi

Með bréfi dags. 21. september 2017 skipaði þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verkefnishóp um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng. Göngin hafa það hlutverk að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar, styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og á Austurlandi öllu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.