Gott samfélag fyrir alla

Í kosningunum 29. október eiga Íslendingar færi á að velja breytta stefnu og betra samfélag. Við í VG göngum bjartsýn til kosninga enda bjóðum við upp á skýra framtíðarsýn sem byggir á félagslegu réttlæti, umhverfisvernd og efnahagsstefnu sem setur velferð almennings í fyrsta sæti.

Lesa meira

Unga fólkið og mannauðurinn

Oft gleymist í umræðu um auðlindir þjóða að verðmætust erum við sjálf og alveg sérstaklega þarf að huga að stöðu ungu kynslóðanna í þeim efnum. Íslendingum var lengi vel tamt að horfa fyrst og fremst til náttúruauðlinda sinna og var þá einblínt á fiskinn í sjónum og orkuna. Áþreifanlega hefur þó ljóst að í landinu sjálfu, náttúrperlum þess og víðáttu eigum við einnig stórkostlega auðlind. Um leið fylgir því mikil ábyrð að vera vörslumenn þeirra verðmæta, vernda þau og gæta og hafa að láni frá komandi kynslóðum.

Lesa meira

Síðbúinn áhugi Framsóknar á byggðamálum

Oddviti framsóknarflokksins hér í Norðausturkjördæmi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur að undanförnu viðrað þau sjónarmið sín að nú þurfi að fara í aðgerðir og hefja sókn í byggðamálum. Um það má segja að betra er seint en aldrei, en nokkuð er þessi áhugi síðbúinn.

Lesa meira

Dýrt innanlandsflug - höfuðborg okkar allra

Ég er reglulegur notandi innanlandsflugs. Búsettur á Egilsstöðum, með nokkur vinnutengd verkefni í Reykjavík og fjölskyldu á stór-Reykjavíkur svæðinu. Eftir því sem árin líða og fjölskyldan stækkar hefur hins vegar skiptunum ekki aðeins fækkað sem við fölskyldan nýtum þjónustu Flugfélagsins, því hefur einfaldlega verið hætt nema brýna nauðsyn beri til.

Lesa meira

Náttúruspjöll á Eskifirði

Nú er nýlokið framkvæmdum við Hlíðarendaá hér á Eskifirði. Þær hófust í júlí 2015. Þarna var reistur stór og mikill steypuveggur ofarlega og margra metra há grjóthleðsla á löngu svæði neðar. Áin var sakleysislegur lækur sem elstu menn muna ekki til að hafi farið yfir bakka sína. Nefni til gamans að nýlega hefur krakki misst rauða fötu þarna niður og þangað kemst enginn nema vera með útbúnað til klettaklifurs.

Lesa meira

Að efla byggð á landsbyggðinni

Á dögunum áttu undirritaðar þess kost að sitja ráðstefnu Byggðastofnunar á Breiðdalsvík sem bar yfirskriftina: „Sókn landsbyggða. Kemur unga fólkið? Hvar liggja tækifærin?”

Lesa meira

Efling landsbyggðar

Áratugum og kynslóðum saman höfum við horft upp á straum íbúa af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkur hefur fjöldinn verið að það mætti ætla að um kerfisbundna fólksflutninga hafi verið að ræða, ef við vissum ekki betur.

Lesa meira

Verði ljós

Stundum er látið eins og munur á stefnu stjórnmálaflokka sé lítill. Sömu málin komi fram og í aðdraganda kosninga virðist stefnumálin áþekk. Þetta hefur verið mjög áberandi þetta haustið. Heilbrigðismál, velferðarkerfið, menntun fyrir alla, umhverfismál. Og réttindabarátta ýmis konar. Stuðningur við alls konar. Þessar áherslur eru háværar, ekki síst hjá hægri flokkunum.

Lesa meira

"Sorgin er nógu einmanaleg fyrir..."

„Jæja, þetta er nú að verða gott. Það varð enn eitt dauðsfallið hérna í gær,“ sagði mamma við mig þegar hún hringdi gersamlega miður sín frá Stöðvarfirði um daginn. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.