Við sem samfélag verðum að gangast við því að geðsjúkdómar á borð við kvíða og þunglyndi eru sjúkdómar. Til þess að eyða fordómum í samfélaginu gagnvart börnum og fullorðnum með geðsjúkdóma þurfa stjórnvöld hverju sinni að ganga fram með góðu fordæmi og hætta að mismuna einstaklingum eftir því með hvaða sjúkdóm þeir eru.
Höfundur: Einar Brynjólfsson og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir • Skrifað: .
Eitt stærsta byggðamál Norðausturkjördæmis, og reyndar landsbyggðarinnar í heild sinni, er efling samgangna. Slíkar aðgerðir eru forsenda þess að sá efnahagslegi ávinningur, sem fylgir fjölgun ferðamanna, skili sér út um land í meira mæli en nú er.
Við lifum á merkilegum tímum. Tímum sem geta varðað leiðina til framtíðar þar sem við munum upplifa raunverulegar kerfisbreytingar. Það er sú draumsýn sem ég og margir aðrir hafa um þessar mundir. Samfélag þar sem við öll njótum góðs af auðlindunum okkar, en ekki bara sumir. Þar sem eldri borgarar, öryrkjar og barnafjölskyldur búa ekki við skort heldur lífsins gæði sem allir eiga rétt á. Við eigum nefnilega nóg til fyrir alla.
Fjölskyldan stendur öllum næst og það er mikið talað um að hvað þurfi að gera fyrir fjölskyldurnar í landinu. Það er þá oftast átt við yngra fólk með börn á framfæri, enda lífsbaráttan oftast þyngst á fyrstu búskaparárunum.
Þegar ég ákvað að bjóða mig fram til þings fyrir Viðreisn var ég líklega í þeirri einstæðu stöðu að geta sem formaður flokksins nánast valið hvar ég vildi bjóða mig fram. Fyrst þurfti ég samt auðvitað að svara því hvers vegna ég vildi fara á þing. Eru nokkrar líkur á því að það muni breyta nokkru hvort ég sit á Alþingi frekar en einhver annar?
Nýverið var undirrituð viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf um undirbúning og fjármögnun menningarhúss á Egilsstöðum. Það er fagnaðarefni og óska ég bæjarstjórn og íbúum Fljótsdalshéraðs hjartanlega til hamingju.
Lýðræðið byggir á kosningaréttinum. Það er gríðarlega mikilvægt að kosningaþátttaka sé jafnan sem best þannig að niðurstöður kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar. Því miður hefur kjörsókn farið minnkandi. Í alþingiskosningunum árið 2013 var kosningaþátttaka aðeins rúm 80%. Þátttakan var sérstaklega lítil hjá ungu fólki. Kosningar snúast um framtíðina og unga fólkið er bæði nútíðin og framtíðin. Því er það áhyggjuefni ef stór hópur ungs fólks sér ekki ástæðu til að kjósa.
Austurland stendur á tímamótum. Ferðaþjónusta hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár og hefur verið ört stækkandi atvinnugrein í fjórðungnum. Merkisviðburðir eins og Eistnaflug, Bræðslan og LungA hafa, ekki bara staðist tímans tönn heldur orðið að eftirtektarverðum viðburðum á landsvísu.