Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem vaxið hefur hvað hraðast síðustu ár hérlendis og er orðinn ein af grunnstoðum atvinnulífs á Íslandi. Þessi vöxtur hefur ekki farið framhjá íbúum hinna dreifðari byggða og má að sumu leiti segja að ferðamannavertíðin sé komin í staðinn fyrir útgerðina sem helsta atvinna svæðis í mörgum smærri byggðarkjörnum.
Erla Björk Jónsdóttir, starfandi héraðsprestur Austurlandsprófastsdæmis, skrifaði hugleiðingu í jólablað Austurgluggans sem gefið var út í síðustu viku. Vel er við hæfi að birta hann hér, nú þegar aðeins þrír dagar eru til jóla.
Nú er kominn sá tími ársins þegar allt fer að snúast um jól og jólaundirbúning. Býsna langt er síðan að inn um bréfalúguna fóru að berast bæklingar frá ýmsum fyrirtækjum sem þóttust geta fyllt tómarúmið í lífi mínu af alls kyns drasli og geymsluna mína jafnvel líka.
Það er í besta falli kaldhæðni að menntamálaráðherra hafi í síðustu viku þingsins lagt fram tillögu um athugun á rekstri einkarekinna fjölmiðla. Tillagan kom eftir umræður í þinginu og ábendingar fulltrúa fjölmiðlanna.
Fyrir 50 árum var stofnfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi haldinn í Neskaupstað eða 8. október 1966. Að sambandinu stóðu þá um helmingur sveitarfélaga á Austurlandi en þau sem utan stóðu í byrjun gengu til liðs við Sambandið síðar. Síðan þá hefur margt breyst en þó er meginverkefni SSA enn það sama; Að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaga á Austurlandi. Það vissu sveitarstjórnarmenn fyrir 50 árum og það á enn við.
Síðustu vikur hefur Míla unnið við Ljósnetsvæðingu á Egilsstöðum og var mikilvægum áfanga náð í því verkefni þegar lokið var við tengingu Ljósnetsins á Egilsstöðum. Þar með eru öll heimili í bænum komin með möguleika á háhraðanetstengingu um Ljósnet Mílu.
Höfundur: Pétur Björgvin Þorsteinsson og Þorgeir Arason • Skrifað: .
Þjóðkirkjan býður upp á fjölbreytt starf á Austurlandi. ÆSKA – Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi - hefur ásamt æskulýðsstarfi evangelísku kirkjunnar í Reutlingen (Þýskalandi) staðið fyrir ungmennaskiptaverkefnum um þriggja ára skeið. Um 20 austfirsk ungmenni hafa tekið þátt í verkefnunum tveimur, ferðast til Þýskalands og/eða Póllands og tekið á móti – eða munu næsta sumar taka á móti – góðum gestum hingað austur.
Hann hafði verið þreytulegur og fölur alla vikuna á undan. Kannski ekkert óeðlilegt við það enda miður nóvember. Það var kalt, morgnarnir orðnir dimmir og veturinn í þann mund að skella á. Ég vakna við að mamma kemur inn í herbergið mitt. „Andskotinn..” hugsaði ég. „Ég hef sofið yfir mig!”. Af tvennu illu hefði það verið skárri kosturinn. Móðir mín, sem virðist mér ávallt svo róleg og yfirveguð, hvíslar blíðlega: „Ástin mín, pabbi þinn fékk hjartaáfall og ég ætla að fara með honum suður. Getur þú komið systur þinni í skólann?”
Fyrir ári stóð ég fyrir framan hrúgu af pillum og ætlaði að enda þetta. Fyrirætlun sem var ekki ný af nálinni. Ég skrifaði bréf til mömmu og var sátt við ákvörðun mína.
Svo leið mér eins og aumingja þegar ég gat ekki tekið skrefið til fulls.