Síldarvinnslan í Neskaupstað skilaði 5,6 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Stjórn félagsins var endurkjörin á aðalfundi þess sem haldinn var í gær. Hluthafar fá tvo milljarða króna greidda í arð.
Erlingur Hjörvar Guðjónsson, talsmaður Endurreisnarinnar á Fljótsdalshéraði, segir fólkið á listanum vera sátt við niðurstöður sveitarstjórnakosninganna um síðustu helgi. Framboðið fékk 3% fylgi og kom ekki að manni.
Þeir sem stóðu að framboðslistanum Betra Sigtúni á Vopnafirði hittast í kvöld til að ráða ráðum sínum. Fundað hefur verið með hinum listunum tveimur sem komu að fulltrúum í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps. Á fundinum er stefnt að ákveða með hvorum verði farið í viðræður um meirihluta.
Andrés Skúlason, oddviti Framfaralistans á Djúpavogi, er ánægður með kosningaþátttökuna í sveitarfélaginu þar sem hans framboð vann nauman sigur. Hann telur sveitarstjórnina vel mannaða til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa gert með sér samkomulag um áframhaldandi meirihlutasamstarf í Fjarðabyggð. Páll Björgvin Guðmundsson verður áfram bæjarstjóri, Jens Garðar Helgason oddviti Sjálfstæðismanna áfram formaður bæjarráðs og Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarmanna, forseti bæjarstjórnar.
Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði, segir listann þar vera sigurvegara kosninganna. Ekki sé sjálfgefið að túlka úrslitin á þann hátt að kjósendur styðji núverandi meirihluta áfram.
Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, segir að svo virðist sem hugmyndir Héraðslistans hafi ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum á Fljótsdalshéraði. Þeir virðist almennt ánægðir með störf meirihlutans.
Rán Freysdóttir, leiðtogi Óskalistans á Djúpavogi, segist líta á það sem sigur að hafa komið að tveimur mönnum í sveitarstjórn Djúpavogshrepps. Sex atkvæðum munaði á Framfaralistanum, sem náði meirihluta og Óskalistanum.
Flugmaðurinn Gary Copsey segir það hafa vakið upp blendnar tilfinningar að snúa aftur til Vöðlavíkur í fyrsta sinn tuttugu árum eftir að hann og félagar hans í þyrlusveit bandaríska hersins björguðu sex skipverjum af Goðanum þar. Copsey var aðstoðarflugmaður annarrar þyrlunnar.
Liðsmenn Betra Sigtúns ákváðu á félagsfundi í gær að fara í formlegar viðræður við K-lista félagshyggju um myndun nýs meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.
Gunnar Jónsson, oddviti Á-listans á Fljótsdalshéraði, segir útkomu listans í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum vera þeim sem að framboðinu standi hvatning til að halda áfram.
Ákveðið var að fara í frekari rannsóknir á því sem framundan er í jarðgangagreftrinum á báðum stöfnum, svo verktakinn hafi sem bestar upplýsingar við vinnslu ganganna.