Kjörsókn fer hægt af stað á Borgarfirði eystri

Tuttugu manns höfðu kosið í sveitarstjórnarkosningunum á Borgarfirði eystri nú um hádegið að sögn Björns Aðalsteinssonar formanns kjörstjórnar.  Þrír gefa ekki kost á sér til setu í hreppsnefndinni.

Lesa meira

Baráttan snýst um fjórða manninn

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, segir baráttuna standa milli Sjálfstæðisflokksins og Fjarðalistans um hvor listinn komi að fjórða manninum í bæjarstjórn.

 

Lesa meira

Kosningarnar á Agl.is

Fréttavefurinn Agl.is fylgist með tíðindum frá austfirskum talningarstöðum í kvöld og birtir nýjustu tölurnar þegar þær berast. Búast má við tvennum tölum frá Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð en lokatölum úr öðrum sveitarfélögum.

 

Vísbending um að við þurfum að herða róðurinn

Jón Björn Hákonarson og Guðmundur Þorgrímsson, efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, segja skoðanakönnun sem birt var í vikunni, sýna að flokkurinn þurfi að herða róðurinn.

 

Lesa meira

Kosningaútvarp á Fljótsdalshéraði

Í dag hófust útsendingar á kosninga- og Eurovisionútvarpi frá Sláturhúsinu á Eglsstöðum. Hafdís Erla Bogadóttir sendir út á tíðninni 103,2, sem næst á Egilsstöðum og í næsta nágrenni.

 

Lesa meira

Reiknar með að margir geri upp hug sinn í dag

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði, segir að kosningabaráttan hafi harðnað í vikunni. Margir hafi verið óákveðnir og ákveði sig á seinustu stundu.

 

Lesa meira

Allt getur enn gerst

Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segir að enn geti allt gerst í kosningabaráttunni í Fjarðabyggð. Menn þeytist um og kynni sig og stefnumál sín.

 

Lesa meira

Fullorðinn maður réðist á ungling

Fullorðinn karlmaður réðist á táningspilt á leiksvæði á Egilsstöðum um helgina. Árásin hefur verið kærð til lögreglu.

 

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Djúpavogi

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kom til Íslands á þessu sumri, National Geographic Explorer, lagðist að bryggju í Gleðivík við Djúpavog í síðustu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.