Karl Steinar: Tilgangur okkar var ekki að hræða ykkur

karl_steinar_valsson_web.jpg
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vélhjólagengi munu reyna að koma sér fyrir á Austurlandi með því að auka framboð á fíkniefnum. Forvarnir gegn þeim séu mikilvæg í baráttunni gegn gengjunum. Hann leggur áherslu á að gengin hafi ekki komið sér þar fyrir enn og hægt eigi að vera að koma í veg fyrir það.

Lesa meira

SparNor: Bankasýslan knúði fram nær tvöfaldun á launum stjórnar

sparisjodur_norrdfjardar.jpg
Bankasýsla ríkisins átti frumkvæði að því að laun stjórnarmanna í Sparisjóði Norðfjarðar verða nær tvöfölduð á nýju starfsári. Formaður stjórnarinnar segir vinnuálag stjórnarmanna hafa aukist verulega og ekki sjái fram úr því. Þá hafi launin almennt verið lægri en hjá öðrum sparisjóðum. Fulltrúar Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja hækkunina úr takti við hagræðingaraðgerðir.

Lesa meira

AFL: Yfirstéttin berst fyrir að endurheimta fyrri lífsstíl og senda launafólki reikninginn

afl.gif

Almennt launafólk gæti á næstu misserum þurft að borga niðurfellingu skulda hinna tekjuhærri. Inn á þær brautir virðist umræðan ætla ári fyrir kosningar. Þeir sem misstu fyrri stöðu í hruninu berjast fyrir að ná aftur fyrri lífsstíl. Enn sé þó eftir að leiðrétta hlut þeirra sem fengu þyngsta skellinn og misstu vinnuna.

 

Lesa meira

Andlát: Sigurður Óskar Pálsson

sigurdur_oskar_palsson.jpg
Sigurður Óskar Pálsson, fyrrverandi kennari og skólastjóri á Borgarfirði eystri og Eiðum andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð þann 26. apríl.
 

Lesa meira

1. maí á Austurlandi

afl.gif
AFL Starfsgreinafélag stendur fyrir hátíðahöldum um allt Austurland á morgun, 1. maí, á alþjóðadegi verkamanna. 1. maí hátíðarföld AFLs fara fram á eftirfarandi stöðum:
 

Lesa meira

Fimmtán konur útskrifaðar af stjórnendanámskeiði

konur_stjornir_tak_web.jpg
Fimmtán konur útskrifuðust nýverið af námskeiði Tengslanets austfirskra kvenna (TAK) og KPMG sem bar yfirskriftina „Konur í stjórnir.“ Markmiðið er að fjölga konum í stjórnum stofnana og fyrirtækja á Austurlandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar