Farþegum sem fóru með kvöldflugi Flugfélags Íslands austur í Egilsstaði í gærkvöldi var nokkuð brugðið eftir mikla ókyrrð. Vélinni var snúið við eftir að hafa orðið fyrir sterkri fjallabylgju þegar hún var á leið inn til lendingar.
Níu einstaklingar sóttu um starf atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa hjá Seyðisfjarðarkaupstað sem auglýst var í síðasta mánuði. Umsækjanda er ætlað að hafa umsjón með starfsemi sveitarfélagsins sem tengist viðkomandi sviðum auk þess að hafa umsjón með kynningarmálum þess.
Það er alltaf nóg að gera hjá Guðrúnu Bergmann, framkvæmdastjóra, rithöfund og fyrirlesara. Um komandi helgi eða þann 7. - 9. mars verður hún á ferð hér á Austurlandi til að halda námskeið með TAK konum og kynna ferðir nýstofnaðrar ferðaskrifstofu.
Fulltrúar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar telja mikilvægt að styðja við staðbundna fjölmiðlun á Austurlandi. Þeir telja mikilvægt að ræða málið á sameiginlegum vettvangi austfirskra sveitarstjórna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að sitja undir allt annarri umræðu eftir því hvort störf flytjist út á land eða til borgarinnar. Stundum þurfi stórtækar aðgerðir til að ná árangri og vill að íbúar landsbyggðarinnar styðji við þær í umræðunni.
Sautján einstaklingar sóttu um starf verkefnastjóra brothætta byggða sem auglýst var fyrir skemmstu. Von er á því að ráðið verði í starfið á næstu dögum.
Umdæmi lögreglunnar á Austurlandi er eitt þriggja umdæma sem er með skammbyssur í lögreglubifreiðum. Lögreglustjórar meta þörfina á staðsetningu vopna.
Ákveðið hefur verið að grafa stærri hluta nýrra Norðfjarðarganga Fannardalsmegin frá en upphaflega var áætlað. Setlag hefur tafið framvinduna Eskifjarðarmegin.
Þingmenn Samfylkingarinnar segja erfitt að horfa upp á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka skatta á tekjuhærri hópa en auka gjöld á tekjulægri hópa. Íslenskt samfélag stefni aftur inn í það andrúmsloft sem ríkti fyrir hrunið 2008.