Orkumálinn 2024

Ég ætlaði ekki að vera með neinn æsing: Skoðanir mínar eru ekki nýtilkomnar

elvar jonsson2Til snarpra orðaskipta kom á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í gær í umræðu um ársreikning og almenningssamgöngur eftir að minnihluti Fjarðalistans lagði fram tillögu um að sveitarfélagið yrði allt eitt gjaldsvæði frá og með haustinu. Fulltrúar Fjarðalistans sögðu meirihlutann skorta pólitískan vilja og vera að þæfa málið en fulltrúar meirihlutans sögðu tillöguna kosningabragð.

Lesa meira

Staðsetning olíuhafnar: Hefur gríðarlega þýðingu ef farið verður að bora

reydarfjordur hofnÁkvörðun Eykon Energy um að velja Reyðarfjörð sem sína aðalhöfn fyrir landþjónustu við olíuleit- og vinnslu hefur lítil áhrif fyrst í stað. Umsvifin verða hins vegar gríðarleg ef borun hefst á Drekasvæðinu. Reynsla svæðisins af því að takast við stórum verkefnum skipti miklu máli við staðarvalið.

Lesa meira

Hreppsnefndin hættir öll í Breiðdal

pall baldurs ingolfur finns april14Enginn sitjandi hreppsnefndarmanna í Breiðdalshreppi gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Þar verður óhlutbundin kosning í fyrsta sinn í áraraðir.

Lesa meira

Gengið í hús á Austurlandi

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webBjörgunarsveitarmenn á Austurlandi hafa um helgina gengið í hús til að ná í gögn í tengslum við landsátakið „Útkall – í þágu vísinda". Yfir eitt hundrað þúsund Íslendingar hafa fengið boð um að taka þátt í samanburðarhópi fyrir rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar en átakið fer fram í samstarfi við björgunarsveitir víðsvegar um landið.

Lesa meira

Truflun frá stóriðju á suðvesturlandi olli rafmagnsleysi á Austurlandi

raflinur isadar landsnetTruflun frá stóriðju á suðvesturlandi hleypti af stað keðjuverkunum í rafkerfi landsins sem olli um tveggja tíma rafmagnsleysi víða um Austurland á mánudagskvöld. Raftæki skemmdust í spennusveiflunum. Skerða hefur þurft orku til raforkunotenda á Austurlandi að undanförnu vegna lágrar vatnsstöðu í Hálslóni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.