Óseyrarbrekka á lista yfir umferðaröryggisaðgerðir hjá Vegagerðinni

utaf 5Í lok janúar fóru tveir bílar útaf í sömu brekkunni, í sunnanverðum botni Stöðvarfjarðar, sem oft er kölluð Óseyrarbrekka. Akstursaðstæður voru mjög erfiðar. Snjór, mjög hvasst og mikil hálka var á veginum. Óhöppin áttu sér stað með nokkurra klukkutíma millibili og voru tveir farþegar í hvorum bíl. Engin alvarleg slys urðu á fólki, en einhverjir hlutu minniháttar áverka.

Lesa meira

Samningur um sóknaráætlun Austurlands

umsoknaraaetlun austurlandsAtvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband sveitarfélaga á Austurlandi hafa undirritað samning um sóknaráætlun Austurlands 2015 til 2019. Alls renna um 95 milljónir króna til Austurlands. Sigrún Blöndal, formaður SSA segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir atvinnu, nýsköpunar- og menningartengd tækifæri á Austurlandi.

Lesa meira

Breiðdalsvík: Ekki séð annað eins líf hér í mörg ár

bdalsvik isfiskur 0022 webElís Pétur Elísson, útgerðarmaður á Breiðdalsvík, fagnar tilkomu fiskvinnslu Ísfisks á staðnum eins og margir aðrir íbúar. Áætlað er að þjónusta við útgerð og vinnslan skapi 15-20 störf á staðnum.

Lesa meira

Fróðleiksfundi frestað

skattadagur kpmg 2014 webFróðleiksfundi KPMG um skattamál, sem halda átti á Egilsstöðum í dag, hefur verið frestað um viku vegna veðurs.

Lesa meira

Íbúafundur á Norðfirði um ofanflóðavarnir

Ibudafundur a nordfirdiÍbúafundurinn verður í Safnahúsinu í Neskaupstað, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20:00. Kynntar verða fyrirhugaðar framkvæmdir vegna ofanflóðavarna undir Urðarbotnum og undir Nes- og Bakkagiljum.

Lesa meira

Þorrinn: Guð og lukkan stjórnar því hvort hákarlinn verður góður

Hreinn  BjörgvinssonÞorrinn er gengin í garð í allri sinni dýrð og hafa margir gætt sér að gómsætum þorramat með öllu tilheyrandi undanfarna daga. Hákarl er eitthvað sem er ómissandi í þorrabakkann að margra mati. Hreinn Björgvinsson, trillukarl frá Vopnafirði hefur verkað og selt hákarl í há herrans tíð og veit allt um handbrögðin og galdurinn á bak við ljúffengan hákarlsbita.

Lesa meira

Fundað um framtíðina í Fjarðabyggð í dag

vitundarvakning neskHvernig sérðu atvinnutækifæri og nýsköpun þróast í þínu samfélagi? Verða börnin þín við stjórnvölinn eftir tuttugu ár? Í dag verður haldinn fundur í Fjarðabyggð um byggðaþróun á norðurslóðum Norðurlanda þar sem meðal annars verður reynt að svara þessum spurningum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.