Veðurstofan miklu hvassviðri og úrkomu með hættu á ofanflóðum um nær allt land næsta sólarhringinn. Verst verður veðrið á sunnanverður landi og mun ofsinn teygja sig upp á sunnanverða Austfirði.
Matvælastofnun hefur gert tímabundið samkomulag við Hjört Magnason hjá Dýralæknastofunni á Egilsstöðum um að sinna almennri dýralæknaþjónustu á Mið-Austurlandi á meðan leitað er varanlegra lausna.
Tvær þotur frá breska lággjaldaflugfélaginu EasyJet lentu á flugvellinum á Egilsstöðum síðdegis í dag en ekki var hægt að lenda í Keflavík vegna veðurs. Ríflega 300 farþegar voru um borð.
Á síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts sem tekið hefur á sig ýmsar myndir. Endurvinnslukortið er bæði til í vef-og app-útgáfu og fyrirtækið hefur notið stuðnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Úrvinnslusjóðs, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Reykjavíkurborgar, Umhverfissjóðs Landsbankans og Gámaþjónustunnar hf. við þróun kortsins.
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) bíða eftir svörum frá velferðarráðuneytinu um hvort fjármagn fáist til að fjölga hjúkrunarrýmum þegar flutt verður inn í nýtt hjúkrunarheimili á Egilsstöðum. Þörf er á þeim til að stytta biðlista.
Upplýsinga- og umræðufundur um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði verður haldinn í Egilsstaðaskóla í kvöld, fimmtudag, og hefst fundurinn klukkan 20.
Versnandi veðri er spáð á Austurlandi og Austfjörðum upp úr klukkan sex. Veðurfræðingur ráðleggur Austfirðingum að geyma ferðir á milli staða til morguns.
Starfsmenn í væntanlegu hjúkrunarheimili á Egilsstöðum eru ósáttir við áform yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands um breytingar á vaktafyrirkomulagi. Þeir þurfa að mæta oftar vinnu eða taka næturvaktir til að halda sömu kjörum. Stjórnendur segja sjúklinga setta í forgang í nýja kerfinu.
Austfirskar björgunarsveitir eru lagðar af stað inn á Vatnajökul til aðstoðar tveimur erlendum gönguskíðamönnum sem óskað hafa eftir hjálp. Þeir neituðu að koma niður af jöklinum á þriðjudag þrátt fyrir að hafa verið upplýstir um slæma veðurspá.