Nú í ár fagna landsmenn 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn.
Síldarvinnslan og Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa gert með sér samning um að öllum starfsmönnum Síldarvinnslunnar, sem náð hafa 50 ára aldri, gefist kostur á ristilspeglun þeim að kostnaðarlausu. Auk þess gefur fyrirtækið sjúkrahúsinu nýtt speglunartæki.
Austfirskar björgunarsveitir voru kallaðar út í ýmis verkefni í veðurofsanum í morgun þótt rólegra væri hjá þeim en sveitum annars staðar á landinu. Rafmagnslína gaf sig í Breiðdal seinni partinn eftir vatnavexti.
Sjónarás ehf. (áður Gámaþjónusta Austurlands-Sjónarás) og Efnamóttakan hf. hafa hlotið ISO 14001 umhverfisvottun. Sjónarás er 3. fyrirtæki á Austurlandi til að hljóta hljóta þessa vottun en fyrir eru Alcoa og Mannvit með þessa vottun. Efnamóttakan er fyrsta spilliefnamóttaka landsins til að hljóta slíka vottun.
Netnotendur á Fljótsdalshéraði óttast að verða netsambandslausir en 365 miðlar hyggjast hætta hætta rekstri netkerfis á svæðinu. Af þeim sökum hefur fyrirtækið um allnokkurt skeið neitað nýjum notendum um að tengjast. Bóndi í Skriðdal þarf að keyra á næstu bæi til að komast í netsamband.
Gert er ráð fyrir ríflega 900 þúsund króna afgangi af rekstri Borgarfjarðarhrepps á árinu samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun. Ráðist verður í endurbætur á félagsheimilinu Fjarðarborg.
Krakkarnir í leikskólanum Bjarkatúni á Djúpavogi fengu heldur betur óvænta heimsókn þegar einn pabbinn, Jón Ingvar Hilmarsson kom að sækja dætur sínar seinni partinn í gær.
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi auglýsir stjórn verkefnisins „Ljóð á vegg“ eftir ljóðum eftir konur á öllum aldri, búsettum á Fljótsdalshéraði, til birtingar á veggjum nokkurra húsa í sveitarfélaginu.
Ríflega helmingsfækkun varð á skráðum gistinóttum á Austurlandi í síðastliðnum janúar samanborið við sama mánuð í fyrra. Miklu virðist hafa munað um tökulið Fortitude.
Rafmagn er skammtað í Neskaupstað en línan milli Norðfjarðar og Eskifjarðar fór út í nótt. Viðgerðarflokkur er kominn á svæðið en ekki er ljóst hversu lengi rafmagnstruflanirnar vara.