Varpa þurfti hlutkesti til að fá úr því skorið hverjir yrðu aðalmenn í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps. Eiríkur J. Kjerúlf, sem kemur nýr inn í hreppsnefndina, hafði þar betur gegn Magnhildi Björnsdóttur.
Frambjóðendur Óskalistans í Djúpavogshreppi segjast vilja grandskoða fjármál sveitarfélagsins. Talsmenn lista Framfara segja mestu skipta að styrkja frekar stoðir atvinnulífsins. Þau vilja fara ólíkar leiðir við ráðningu sveitarstjóra.
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segir höfuðverkefni bæjarstjórnarinnar á líðandi kjörtímabili hafa verið að standa vörð um fyrirtækin í bænum. Bæði hafi hún falist í að verjast niðurskurði og ásælni nágranna.
Starfsmenn Fiskeldis Austfjarða hafa undanfarnar tvær vikur unnið hörðum höndum að því að flytja seiði í fiskeldið í Berufirði. Gert er ráð fyrir að 600 þúsund seiði bætist í kvíarnar í sumar.
Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðarhrepps, fékk flest atkvæði í kosningum til sveitarstjórnar þar. Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson koma þar nýir inn í sveitastjórn. Varpa þurfti hlutkesti um síðasta sætið.
Frambjóðendur í Djúpavogshreppi tókust á um veglínur í botni Berufjarðar á framboðsfundi í gærkvöldi. Óskalistinn segist vilja vinna málið í sátt en oddviti hreppsins segir sitjandi sveitarstjórn hafa tengt sig eins langt þá átt og unnt sé.
Til stendur að gera skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á morgun, um hug Breiðdælinga til sameiningar við önnur sveitarfélög. Sveitarstjórinn segir könnunina aðeins vera til að gefa nýrri sveitarstjórn veganesti.
Von er á kosningaúrslitum úr Fljótsdal og frá Borgarfirði upp úr klukkan 19:00 í kvöld. Von er á að úrslit af Austurlandi verði orðin ljós fyrir miðnætti.
Möguleg forgangsröðun í fjármálum er það sem helst virðist skilja á milli þeirra þriggja framboða sem bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Seyðisfirði. Húsnæðismál grunnskólans virðast ekki þola frekari bið.
Oddviti Á-listans á Fljótsdalshéraði vill að settar verði upp sýningar ætlaðar ferðamönnum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Listinn vill eins að Valaskjálf verði miðstöð sviðslista á svæðinu. Önnur framboð styðja áframhaldandi uppbyggingu menningarstarfs í Sláturhúsinu.