Frambjóðendur núverandi meirihlutaflokka í Fjarðabyggð, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segja það þeirra fyrsta kost að ráða núverandi bæjarstjóra, Pál Björgvin Guðmundsson áfram. Oddviti Fjarðalistans segir Pál Björgvin mjög hæfan en það séu líka fleiri.
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga varar kjörna fulltrúa við að nota siðareglur sveitarfélaga sem tæki í pólitískum ágreiningi. Bæjarfulltrúi á Seyðisfirði segir sárt að hafa setið undir ásökunum innan bæjarstjórnar um að hafa brotið siðareglur sveitarfélagsins.
Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð saka Arion-banka um hafa svikið heiðursmannasamkomulag í tengslum við sölu á Hafnargötu 6 á Reyðarfirði. Þeir hafi verið í viðræðum um kaupin en frétt það svo utan úr bæ að eigin væri seld.
Umræður um legu Nesgötu við væntanlegan leikskóla á Neseyri voru fyrirferðamiklar á framboðsfundi í Neskaupstað á föstudagskvöld. Sjálfstæðismenn fylgdu þar eftir nýjum hugmyndum um að setja umferð um götuna í stokk.
Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Þorgeir Arason í embætti sóknarprests Egilsstaðaprestakalls og Ólöfu Margréti Snorradóttur guðfræðing í embætti prests í prestakallinu.
Byggðastofnun hefur auglýst eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Hreppsnefnd Djúpavogshrepps telur heimildirnar engan vegin nógu miklar til að mæta því höggi sem verður þegar vinnsla Vísis flyst af staðnum.
Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til meðferðar kæru þriggja íbúa á Reyðarfirði út af starfsleyfi Gámaþjónustu Austurlands í miðbæ staðarins. Íbúarnir telja starfsleyfið ekki samræmast gildandi aðalskipulagi.
Lilja Óladóttir, bóndi í Merki á Jökuldal, verður talsmaður Endurreisnarinnar á Fljótsdalshéraði næstu daga en hún skipar annað sæti listans á meðan Áskell Einarsson, oddviti listans, gengst undir læknismeðferð.
Frambjóðendur Fjarðalistans segja mikilvægt að efla fjölskyldusvið og velferðarþjónustu í Fjarðabyggð eftir niðurskurðartímabil. Oddviti Sjálfstæðismanna segir það lúxusvandamál að leikskólar sveitarfélagsins séu sprungnir.
Fjórir af fimm hreppsnefndarmönnum í Fljótsdal þurftu á einhverjum tímapunkti að víkja sæti vegna vanhæfis á síðasta fundi á meðan teknar voru fyrir styrkbeiðnir sem þeir tengdust á einhvern hátt.
Heilbrigðis-, umhverfis- og skipulagsmál voru kjósendum á Fáskrúðsfirði ofarlega í huga á opnum framboðsfundi þar í gærkvöldi. Þeir lýstu meðal annars vonbrigðum sínum með að ekki væri læknir með fasta búsetu á staðnum og ótta við að sjúkrabifreið yrði tekin þaðan vegna niðurskurðar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.