Minnisvarði um það þegar sex af sjö skipverjum Goðans og fimm manna áhöfn Bergvíkur VE var bjargað sitt hvorum megin við áramótin 1994 af strandstað í Vöðlavík verður afhjúpaður þar á föstudag.
Flestir þeirra lista sem bjóða fram á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor telja nauðsynlegt að endurskoða skipulag miðbæjarins á Egilsstöðum. Sjálfstæðisflokkurinn vill þó að haldið verði áfram eftir núverandi skipulagi.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði segja að ráðast verði í heildarskoðun á rekstri sveitarfélagsins með það fyrir augum að minnka skuldir þess. Þar verði ekkert undanskilið. Oddviti Framsóknarmanna segir áhuga flokksins á skuldunum nýtilkominn og sakar sjálfstæðismenn um að segja bara hálfa söguna.
Vísir hefur ákveðið að fresta flutningi á tveimur af þremur vinnslulínum fyrirtækisins frá Djúpavogi til Grindavíkur um allt að eitt ár. Með henni flytjast fimmtán störf. Tímann á að nota í að treysta stoðir vinnustaðarins.
Rekstur Vopnafjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fjarðabyggðar, Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs er í lagi og stendur undir skuldbindingum sveitarfélaganna. Breiðdalshreppur er á móti eitt verst stadda sveitarfélag landsins.
Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir heimamenn freka þiggja 400 tonna frá Byggðastofnun frekar en ekki neitt. Meira þurfi samt að koma til þannig að fiskvinnsla á staðnum verði tryggð.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, segir til greina koma að breyta reglum um úthlutun kvóta í eigu ríkisins þannig hann nýtist frekar sjávarbyggðum sem eiga undir högg að sækja.
Menningarráð Austurlands hefur úthlutað 73 menningarstyrkjum samkvæmt menningarsamningi ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál. Alls bárust á annað hundrað umsókna og heildarupphæð úthlutunar nemur ríflega 40 milljónum króna. Menningarsvið Austurbrúar hefur umsjón með framkvæmd menningarsamnings og úthlutun.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að skoðaðir verði betur kostir þess að rjúfa Seyðisfjarðar með svokölluðum Samgöngum. Norðfjarðargöng teljast fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmd.
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segir Djúpavogsbúa hafa unnið áfangasigur með frestun á brottflutningi fiskvinnslu Vísis til Grindavíkur.
Vísir hf. hefur frestað lokun a fiskvinnslu sinni á Djúpavogi um eitt ár. Einhver fækkun starfa verður þó þegar saltfiskvinnsla verður flutt. Forstjóri Vísis vill að tíminn verði nýttur til að undirbúa mótvægisaðgerðir.