Sýslumanns- og lögreglustjóraembætti sameinuð: Hvar lendir Höfn?
Gert er ráð fyrir að einn sýslumaður og einn lögreglustjóri verði yfir öllu Austurlandi miðað við frumvörp sem samþykkt voru á Alþingi í morgun. Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsmanna og ekki hefur verið ákveðið var embættin verða með aðsetur.Endurreisn býður fram á Fljótsdalshéraði
Endurreisn – listi fólksins er nýtt framboð á Fljótsdalshéraði sem Áskell Einarsson, bóndi í Eiðaþinghá, leiðir. Slagorð Listans er „Við gerum allt fyrir alla, en meira fyrir suma (með fyrirvara um efndir)".Hreppsnefndin hættir öll í Breiðdal
Enginn sitjandi hreppsnefndarmanna í Breiðdalshreppi gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Þar verður óhlutbundin kosning í fyrsta sinn í áraraðir.Arnbjörg leiðir Sjálfstæðismenn á Seyðisfirði
Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar og fyrrverandi þingmaður, er efst á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Konur skipa fjögur efstu sætin á listanum.Óskalistinn nýr á Djúpavogi: Ljóst að mikið verk er framundan
Rán Freysdóttir innanhússarkitekt, skipar efsta sætið á Óskalistanum sem er nýtt framboð í Djúpavogshreppi. Hún segir þau vilja tryggja aukið lýðræði og gera sveitarfélagið að ákjósanlegum stað til að búa á.Vilhjálmur bæjarstjóri efstur hjá framsóknarmönnum á Seyðisfirði
Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, fer fyrir framboði B-lista, framsóknar-, samvinnu- og félagshyggjufólks á Seyðisfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þrír karlar eru í efstu sætum listans.SSA: Stjórnvöld verða að koma að málefnum sjávarbyggða á Austurlandi
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi vill að stjórnvöld beiti sér í málefnum sjávarbyggða á Austurlandi. Jafnframt vill hún að þingmenn fundu með bæjarstjórn Seyðisfjarðar og forsvarsmönnum Smyril-Line til að ræða ferjumál á Seyðisfirði.Þrjátíu starfsmenn Vísis fóru suður til að skoða aðstæður
Tæplega 30 starfsmenn fiskvinnslu Vísis á Djúpavogi fóru með morgunflugi frá Egilsstöðum klukkan níu áleiðis til Grindavíkur til að skoða aðstæður þar. Vísir hyggst hætta bolfiskvinnslu á Djúpavogi í sumar og hefur boðið starfsmönnunum að flytjast suður.Andrés og Sóley gefa kost á sér áfram í sveitarstjórn
Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, fer fyrir F-lista framfara á Djúpavogi. Sóley Dögg Birgisdóttir gefur einnig kost á sér áfram í sveitarstjórn.