Guðmundur Gíslason býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn
Guðmundur Gíslason, tvítugur nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, býður sig fram í 6. – 8. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningar í vor.
Guðmundur Gíslason, tvítugur nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, býður sig fram í 6. – 8. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningar í vor.
Matvælastofnun hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögu um að öllum gripum sem greinst hafi með smitandi barkabólgu verði slátrað. Ákvörðun um frekari niðurskurð verði síðan tekin á grundvelli rannsókna sem nú standa yfir.
Skólanefnd Fellaskóla átti í vandræðum með að fá menntamálaráðuneytið til að samþykkja heiti skólans þegar honum var komið á fót fyrir aldarfjórðungi. Haldið var upp á afmæli skólans og áttatíu ára Ungmennafélagsins Hugins Fellum um síðustu helgi.
Hætt hefur verið við breyta rekstrarformi legudeildarinnar að Sundabúð á Vopnafirði. Þar leit út fyrir að starfsfólki yrði sagt upp vegna breytinganna. Heimamenn fagna áfangasigri og vonast eftir að taka við rekstrinum um áramótin.
Þórunn Egilsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og oddviti Vopnafjarðarhrepps óskar eftir stuðningi í 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingiskosningum.
Íbúar á Eskifirði þurfa að sjóða allt neysluvatn. Gerlamengun í vatninu reyndist yfir leyfilegum mörkum. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að verið sé að leita orsaka mengunarinnar og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Nánari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggi fyrir.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.