Fjórtán fóru of hratt

logreglumerki.jpgFjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði um helgina.

 

Lesa meira

Tjörnin þrifin

tjorn_egs_0016_web.jpgNemendur í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs byrjuðu í gær að þrífa tjörnina í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Verkið heldur áfram næstu daga. Nemendurnir taka gras upp úr ytri enda tjarnarinnar og fleira sem ekki á að vera í henni.

Lesa meira

Franskir dagar gengu vel - MYNDIR

franskir_dagar_4_web.jpgBæjarhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði gekk vel að sögn þeirra sem Agl.is hefur rætt við. Margt fólk var á ferðinni og skemmtiatriðin fjölbreytt.

Lesa meira

Einn Austfirðingur á topplistanum

Einn Austfirðingur er á meðal 60 skattahæstu einstaklinga Íslands samkvæmt lista Ríkisskattstjóra sem birtur var í dag.Guiliano Taglini, sem skráður er til heimilis á Laugarási á Fljótsdalshéraði, er í 50. sæti listans og greiðir 34,4 milljónir króna í skatt.

Sjö milljónum úthlutað úr sjóðum SÚN

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupsta, SÚN, úthlutaði nýverið sjö milljónum króna til 26 verkefna úr menningar- og styrktarsjóði sínum.

Lesa meira

Íbúarnir eru hræddir við dýrið

vopnafjordur02_baerinn.jpgHeilbrigðisnefd Austurlands vill að stór hundur á Vopnafirði verði aflífaður eða látinn ganga með múl þegar hann er úti. Hundurinn beit frá sér og íbúar eru sagðir hræddir við dýrið.

 

Lesa meira

Vatnsmengun á Eskifirði: Ekki vitað um veikindi vegna mengunar

ImageEkki er vitað til þess að neinn hafi veikst af völdum vatnsmengunar á Eskifirði í byrjun mánaðarins né að tíðni heimsókna á heilsugæslu hafi aukist. Þær stofnanir sem komu að aðgerðum vegna mengunarslyssins í fiskimjölsverksmiðju Eskju í byrjun mánaðarins ætla að fara yfir viðbrögð sín á næstunni.

 

Lesa meira

Síldarvinnslan sat uppi með skaðann af eld-Hafinu

ImageSíldarvinnslan bar tugmilljóna skaða af skemmdum sem urðu á gamla frystihúsinu í Neskaupstað við tökur á lokaatriði kvikmyndarinnar Hafið árið 2001, þrátt fyrir að dómur í málinu hafi fallið fyrirtækinu í hag.

 

Lesa meira

Fjarðaheiðin einn hættulegasti vegur landsins

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar minnir á að samkvæmt úttekt Euro RAP á íslenska vegakerfinu sé vegurinn yfir Fjarðaheiði einn hættulegasti vegur landsins. Slysahætta er sögð mikil á veginum. Bæjarstjórnin vill að göng undir heiðina verði sett á samgönguáætlun strax í haust.

 

Lesa meira

Rólegt í kringum Neistaflug

Áætlað er að um þrjú þúsund gestir hafi sótt hátíðina Neistaflug sem haldin var í Neskaupstað um helgina. Að sögn lögreglu var umferð þó nokkur en engin stór mál komu upp. Hlaupari í Barðsneshlaupi meiddist þegar hann varð fyrir bíl. Hann lauk hlaupinu en við skoðun kom í ljós að brot úr bílljósinu hafi setið eftir í læri hans.

Enn ein metvikan á Agl.is

agl_ad.jpgEnn eitt aðsóknarmetið féll á Agl.is í seinustu viku þegar 7.630 gestir litu við á vefnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.