Þessir sóttu um bæjarstjórastöðuna í Fjarðabyggð

fjarabygg.jpgTuttuguogþrír sóttu um stöðu bæjarstjóra Fjarðabyggð sem auglýst var í lok júní en umsóknarfrestur rann út fyrir tíu dögum. Fimm drógu umsókn sína til baka. Tveir fyrrum bæjarstjórar, einn fyrrum þingmaður og fimm heimamenn eru meðal umsækjenda. Aðeins tvær konur sækja um stöðuna.

 

Lesa meira

Þrír sviðsstjórar hættir hjá Fljótsdalshéraði

baejarskrifstofur_egilsstodum_3.jpgÞrír sviðsstjórar hjá Fljótsdalshéraði sögðu upp störfum fyrir lok júnímánaðar. Minnihlutinn segir dýrmæta reynslu og þekkingu hverfa með lykilstarfsmönnunum. Boðuð hagræðing nýs meirihluta í stjórnsýslunni hafi skapað óöryggi um störfin. Meirihlutinn segir ekki hægt að undanskilja stjórnsýsluna í aðgerðum sem grípa þurfi til vegna skuldastöðu sveitarfélagsins.

 

Lesa meira

Eskfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn fram yfir helgi

Íbúar á Eskifirði hafa þurft að sjóða neysluvatn í tæpa viku og þurfa að halda því áfram fram yfir helgi. Sýni sem tekin hafa verið úr vatninu sýna að kólígerlum hefur fækkað. Þeir komust í vatnið eftir mengunarslys í löndunarhúsi fiskimjölsverksmiðju Eskju.

 

Lesa meira

Metvika hjá Agl.is

Aðsókn á Agl.is hefur aldrei verið meiri en í seinustu viku þegar um 6.800 manns heimsóttu vefinn.

 

Lesa meira

Færsla Hringvegar verður skoðuð enn frekar

vegaframkv_web.jpgVegagerðin skoðar hvort færa eigi þjóðveg númer eitt, Hringveginn, frá Breiðdalsheiði og Skriðdal yfir á Suðurfjarðaleið og Fagradal. Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur til þess en bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggst gegn því.

 

Lesa meira

Gamalt bæjarstæði finnst við Þingmúla

thingmuli3_fornleifar_web.jpgFornleifafræðingar telja að gamalt bæjarstæði sé að koma í ljós við bæinn Þingmúla í Skriðdal. Minjarnar komu í ljós þegar gamalt steypt íbúðarhús við bæinn var rifið. Fornminjarnar kunna að vera allt frá miðöldum.

 

Lesa meira

Ummæli forstjóra HSA vekja undrun og ólgu í Fjarðabyggð

hsalogo.gifBæjarráð Fjarðabyggðar segir ummæli forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands um fyrrverandi yfirlækni stofnunarinnar í Fjarðabyggð ekki til þess fallin að lægja þær öldur sem risið hafa vegna læknamála í byggðarlaginu. Ráðið beinir því til heilbrigðisráðuneytisins að tryggja varanlega og góða mönnun í heilbrigðisþjónustunni.

 

Lesa meira

Banaslys í Norðfirði

Kona, fædd árið 1989, féll fyrir björg í Urðum, í fólkvangi austan við Neskaupstað, í morgun. Fallið var um 18-20 metrar. Hún var látinn þegar að var komið. Konan var gestur í bænum. Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.

Mikil úrkoma og vatnavextir á Fáskrúðsfirði

Það var óhemju mikil rigning í gær á Fáskrúðsfirði og uppsöfnuð sólarhringsúrkoma nær 140 millimetrar samkvæmt upplýsingum Veðurstofu.  Ekki eru fréttir af verulegum skemmdum, þó grafið hafi frá einhverjum ræsum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.